Mannlegi þáttur fólksflutninga

 

migration

22.september 2013. Umræður um búferlaflutninga fólks í heiminum snúast oft um félags- og efnahagsleg áhrif þeirra. Ný skýrsla the World Migration Report 2013 sem IOM (International Organization for Migration) gaf út fyrr í vikunni lítur hins vegar á fólksflutninga frá sjónarhóli þess sem er á faraldsfæti. 

“Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt er gerð á heimsvísu á því hvernig farandfólkið sjálft upplifir reynslu sína,” segir William Lacy Swing forstjóri IOM. “Í stað þess að vera þolendur akademískrar rannsóknar er farandfólkinu sjálfu gefið orðið og það segir sögu sína.”

Að mati skýrsluhöfunda stuðla fólksflutningar í heiminum að þróun, en margt farandfólksins nýtur ekki fullnægjandi lífsgæða. Farandfólk í þróunarríkjum á undir högg að sækja og þarfnast sérstakrar athygli. “ Málefni farandverkafólks verða í brennnidepli á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú í haust og verður sjónum beint að tengslum fólksflutninga og þróunar.

Mynd: UN Photo/UNHCR/M Kobayashi