Mannréttindadagurinn: Kastljósinu beint að jafnrétti

0
337

Þema mannréttindadagsins 2021 snýst um „jafnrétti“ og fyrstu grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum“. Mannréttindagurinn er haldinn árlega 10.desember en þann dag árið 1948 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna „Heimsyfirlýsingu um mannréttindi,“ sem jafnan er kölluð Mannréttindayfirlýsingin.

„Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur á sársaukafullan hátt hrikalegan kostnað ójafnræðis. Jafnrétti er kjarni mannréttinda,“ segir Michelle Bachelet Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Mannréttindadaginn.

Jafnrétti og uppræting mismununar liggja til grundvallar mannréttindum. Með jafnrétti má brjóta upp hlekki fátæktar og gefa ungu fólki um allan heim jöfn tækifæri. Jafnrétti greiðir fyrir réttinum til heilbrigðs umhverfis og getur hjálpað okkur að grafa upp rætur átaka og deilna.

Jafnrétti felur í sér að allir hafi aðganga að bóluefni við COVID-19, ekki aðeins auðug ríki, að allir njóti virðingar, hverjir sem þeir eða þau eru og hvar sem fæðingarstaðurinn er.

„Ójafnrétti færist í vöxt. En við getum valið aðra leið,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna i ávarpi á Mannréttindadaginn. „Endurriesn eftir heimsfaraldurinn er tækifæri til að efla mannréttindi og frelsi og endurskapa traust.“

Ný samfélagssáttmáli

Mannréttindadagurinn
Eleanor Roosevelt einn höfunda Mannréttindayfirlýsingarinnar heldur á skjalinu.

Á Mannréttindadeginum er kallað eftir nýjum samfélagssáttmála. Það felur í sér að takast á við þrálátt ójafnræði og kerfisbundna mismunum með aðgerðum sem eiga rætur í mannréttindum. Slíkt krefst endurnýjaðra pólitískra skuldbindinga með þátttöku allra, sérstaklega þeirra sem málið varðar mest. Einnig aukinni dreifingu valds, auðs og tækifæra.

Jafnrétti og mismununarleysi eru lykill að ýmsum helstu deilum í heiminum á okkar dögum.

Með mannréttindum er hægt að komast fyrir rætur átaka og deilna með því að takast á við umkvörtunarefni, uppræta ójafnræði og útilokun og leyfa fólki að taka þátt í ákvörðunum sem snerta líf þeirra.

Aðalframkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Mannréttindayfirlýsingin eigi eins vel við í dag og þegar hún var samþykkt fyrir 73 árum.

„Grundallarsjónarmiðin sem sett eru fram í þessari einföldu yfirlýsingu er enn lykillinn að þvi að öll mannréttindi, hvort heldur sem er borgaraleg, efnahagsleg, menningarlega eða pólitísk verði að veruleika,“ segir Guterres.

„Sameinuðu þjóðirnar berjast fyrir réttindum hvers eins og einasta meðlims fjölskyldu mannsins. Í dag og alla daga vinnum við að réttlæti, jafnrétti, virðing og mannréttindum í allra þágu.“