Stjórnvöld á Sri Lanka gagnrýnd

0
456

Srí LankaMannréttindafulltrúi SÞ hefur varað við því að hefndaraðgerðir megi ekki líðast gagnvart baráttufólki fyrir mannréttindum í kjölfar þess að Mannréttindaráðið samþykkti í gær ályktun um Srí Lanka.

 

 

Í yfirlýsingu sinni, gagnrýnir Mannréttindafulltrúinn það að á meðan á Mannréttindaráð SÞ fjallaði um málefni Srí Lanka hafi fólk sem kom fyrir nefndina sætt óviðunandi hótunum, áreitni og ögrunum. Nokkur fjöldi einstaklinga frá Srí Lanka hafði ferðast til Genfar til að taka þátt í umræðunni.

 

Þar að auki var sendiherra Srí Lanka í Genf send hótunarbréf frá ónafngreindum aðila sem bæði lögregla og öryggisfulltrúar SÞ eru nú að kanna nánar.

 

Á sama tíma í Srí Lanka, hefur stöðug rógsherferð verið í gangi í fréttablöðum, fréttasíðum, sjónvarps- og útvarpsstöðum sem nafngreina og sýna í sumum tilfellum myndir af baráttufólki sem er sakað í sífellu um landráð, málaliðastarfsemi og tengsl við hryðjuverk. Að minnsta kosti tvær athugasemdir, skrifaðar af lesendum greina af þessu tagi, hafa hvatt til þess að hús þeirra baráttumanna sem nefndir hafa verið, verði brennd  og að minnsta kosti ein athugasemd hvatti til þess að þeir yrðu drepnir.

 

Mannréttindafulltrúi SÞ hefur orðið þess var að nokkrar af árásum á hendur baráttufólks fyrir mannréttindum hafa verið birtar í ríkisreknum fjölmiðlum og heimasíðum ríkisstjórnarinnar eða birtar af fréttamönnum sem voru viðurkenndir fulltrúar fastanefndar Srí Lanka á fundi Mannréttindaráðsins. Hún hvetur ríkisstjórn Srí Lanka til þess að tryggja það að baráttufólk fyrir mannréttindum hljóti vernd til að sýna fram á það opinberlega að það séu engin tengsl milli stjórnvalda og þessara yfirlýsinga og til þess að tryggja rétt ríkisborgara Srí Lanka til að taka þátt í alþjóðlegum skoðanaskiptum sem þessum.