Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallar um mannréttindaástand á Íslandi

0
528
Grænland Mannrétindi Frumbyggjar
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. UN Photo

Vinnuhópur Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna tekur mannréttindástandið á Íslandi fyrir í almennri reglubundinni yfirferð 25.janúar næstkomandi. Fundurinn er í beinni útsendingu á netinu frá  8:00-11:30 að íslenskum tími þriðjudaginn 25.janúar 2022. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands.

Ísland er eitt þeirra ríkja sem fjallað er um að þessu sinni í svokallaðri almennri reglubundinni yfirferð. Þetta er í þriðja skipti sem farið er yfir stöðu mannréttinda á Íslandi á vettvangi Mannréttindaráðsins. Áður hafði verið farið í saumana á mannréttindum á Íslandi í október 2011 og október 2016.

Bóluefni
Katrín Jakobsdóttir á fjarfundi. Mynd: forsætisráðuneytið.

Þau gögn sem yfirferðin byggir á eru 1.) landsskýrsla byggð á upplýsingum þess ríkis sem er til umfjöllunar; 2) upplýsingar úr skýrslum óháðra mannréttindasérfræðinga og hópa- svokallaðra sérstakra verkferla (Special Procedures), nefnda sem fjalla um mannréttindasáttmála og annara stofnana Sameinuðu þjóðanna; 3) upplýsingar frá öðrum hlutaðeigandi aðilum þar á meðal innlendum mannréttindastofnunum, heimshluta-samtaka og samtökum innan borgaralegs samfélags.

Þær þrjár skýrslur sem liggja til grundvallar umfjöllunarinnar um Ísland 25.janúar má finna hér.  

Almenn reglubundin yfirferð

Mannréttindaástand í hverju þeirra 193 ríkja sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum er tekið fyrir með reglubundnu millibili í svokallaðri Almennri reglubundinni yfirferð (Universal Periodic Review (UPR)). Farið hefur verið yfir ástandið í öllum aðildarríkjunum frá upphafi í apríl 2008 að minnsta kosti tvisvar. Þriðja hrina slíkrar yfirferðar er nú hafin. Búist við því að hvert aðildarríki skýri frá því hvaða skref hafa verið stigin til að hrinda í framkvæmd þeim ráðleggingum, sem komið hafa fram í fyrri yfirferðum og ríkin hafa skuldlbindið sig til að fara eftir. Einnig er farið yfir þróun mannréttinda í hverju ríki.

Þau þrjú ríki sem munu fjalla um Ísland eða “rapporteurs” eru Senegal, Argentína og Finnland.

Stefnt er að því að vinnuhópurinn samþykkti ráðleggingar til Íslands klukkan 2 að íslenskum tíma 28.janúar. Ríki, sem til umfjöllunar er, hefur rétt til að tjá sig um ráðleggingar á meðan  á umfjöllun stendur.

*40.fundur um Almenna reglubundna yfirferð var á dagskrá í nóvember 2021 en var frestað vegna COVID-19 aðgerða. 

Útsendingu frá fundinum má nálgast hér: http://webtv.un.org

Mælendaskrá og öllum yfirlýsingum, sem gefnar verða í yfirferðinni um Ísland verður hlaðið upp á vef UPR (UPR Extranet).

Um Almenna reglubundna yfirferð Mannréttindaráðsins sjá nánar hér: www.ohchr.org/hrc/upr