Sérfræðingar hjá SÞ hvetja til samstöðu með Gríkkjum

0
406
Flickr Spyros Papaspyropoulos 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

Flickr Spyros Papaspyropoulos 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0
30.júní 2015. Tveir mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna fagna í dag í yfirlýsingu að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin í Grikklandi.

Alfred de ZayasÞeir telja rétt að ákveðið verði á lýðræðislegan hátt með hvaða hætti Grikkir leitist við að leysa efnahagsvanda landsins án IE InterSolidarityþess að það komi niður á mannréttindum.

Sérfræðingarnir leggja áherslu á að ekki eingöngu sé um að ræða endurgreiðslu skulda.

„Öllum mannréttindastofnunum og ferlum ber að fagna þjóðaratkvæðagreiðslunni í Grikklandi,“ segja Aldred de Zayas, sérfræðingur í eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar skipanar alþjóðamála og Virginia Dandan, sérfræðingur í mannréttindum og alþjóðlegri samstöðu.

„Það eru vonbrigði að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu skuli hafa mistekist að finna lausn sem ekki krefst enn aukins niðurskurðar og afturfarar. Sumir leiðtogar hafa lýst vonbrigðum með þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju? Þjóðaratkvæðagreiðslur eru á meðal bestu hefða í lýðræðisskipulaginu.“

Að mati sérfræðinganna getur enginn ætlast til þess að forsætisráðherra Grikklands, svíki loforð sem hann hafi gefið þjóðinni sem gaf honum skýrt umboð til þess að semja um sanngjarna lausn án þess að grafa undan grísku lýðræði og auka á atvinnuleysi og félagslega eymd.

Flickr Kúpiaslty 2.0 Generic CC BY NC 2.0„Að fallast á úrslitakosti sem fela í sér enn frekari samdrátt væri ósamrýmanlegt því trausti sem grískir kjósendur hafa sýnt forsætisráðherranum á lýðræðislegan hátt.“

Erlendar skuldir geta ekki verið skálkaskjól til að víkja frá eða brjóta mannréttindi, segja Dandan og de Zayas. „Árið 2013 benti óháður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um erlendar skuldir og mannréttindi á að niðurskurðarstefna sem samþykkt var til að tryggja auka-fjárveitingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu hefði leitt til samdráttar í grísku efnahagslífi og almennt grafið undan mannréttindum, sérstaklega efnahagslegum-, félagslegum- og menningarlegum réttindum.“

„Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið sýni samstöðu með grísku þjóðinni með því að virða National Bank of Greece guarded Flickr Global Panorama Creative Commons RSlýðræðislegan vilja hennar í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, með því að aðstoða hana af krafti við að leita lausna á efnahagskreppunni sem á að mestu rætur að rekja til fjárhagshrunsins 2007-2008 sem Grikkland ber enga ábyrgð á.“

Sérstakir mannréttinda-erindrekar og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru óháðir og starfa algjörlega sjálfstætt en eru skipaðir af Mannréttindaráði samtakanna. Þeir eru ólaunaðir.