Mannréttindi að leiðarljósi í enduppbyggingu eftir COVID-19

0
988
Mannréttindadagurinn
Mannréttindadagurinn er haldinn 10.desember ár hvert.

Mannréttindadagurinn 10.desember er að þessu sinni helgaður COVID-19 faraldrinum. Kastljósinu er beint að þörfinni á því að byggja upp betur að loknum faraldri með mannréttindi að leiðarljósi í endurreisnarstarfi.

Mannréttindadagurinn „COVID-19 faraldurinn hefur komið hlutfallslega harðast niður á viðkvæmum hópum. Þar á meðal eru starfsfólk í framlínu, fatlaðir, eldra fólk, konur og stúlkur og minnihlutahópar,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Mannréttindadaginn.

„Faraldurinn hefur þrifist vegna þess að fátækt, ójöfnuður, og eyðing náttúrulegs umhverfis okkar hefur skapað tröllaukna veikleika í samfélögum okkar.“

10.desember gefst tækifæri til að ítreka mikilvægi mannréttinda í enduruppbyggingu þess heims sem við viljum. Jafnframt að staðfesta samstöðu allra jarðarbúa auk innbyrðis tengsla okkar og mannkynsins sem við öll tilheyrum.

Með almenna vígorð sitt „Rísum upp í þágu mannréttinda“ að vopni vilja Sameinuðu þjóðirnar virkja almenning, samstarfsaðila sína og alla fjölskyldu samtakanna í að efla aðgerðir í þágu umskipta.

„Fólk og réttindi þess ber að vera í hvívetna miðlægt í andsvörum og uppbyggingu. Við þurfum almenna burðarása byggða á réttindum á borð við heilsugæslu fyrir alla, til þess að sigrast á heimsfaraldrinum og vernda okkur í framtíðinni,“ segir Guterres aðalframkvæmdastjóri.

Mannréttindi í öndvegi í heiminum að loknum faraldri

Mannréttindadagurinnn

Þau atriði sem einkum ber að hafa í huga eru:

  • Að binda enda á hvers kyns mismunun: Kerfislæg mismunun og kynþáttahyggja hafa verið sem olía á elda COVID-19 vandans. Jafnrétti og afnám mismununar eru markmið heimsins að loknum faraldri.
  • Að takast á við ójöfnuð: Í endurreisnarstarfi ber að takast á við ójöfnuðar-faraldurinn. Til þess að svo megi verði þarf að efla og vernda efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála fyrir nýja tíma.
  • Að hvetja til þátttöku og samstöðu: Við erum öll í þessu smana. Hvort heldur sem er einstaklingar eða ríkisstjórnir, borgaralegt samfélög, grasrótarsamfélög eða einkageirinn – allir hafa hlutverki að gegna í að reisa heiminn við að nýju eftir COVID-19. Tryggja ber að raddir þeirra sem verst hafa orðið úti og höllustum standa fæti heyrist í endurreisnarstarfinu.
  • Að efla sjálfbæra þróun: Við þurfum sjálfbæra þróun fyrir fólkið og plánetuna. Mannréttindi, Heimsmarkmiðin (Áætlun 2030) og Parísarsamningurinn eru hornsteinar endurreisnar þar em enginn er skilinn eftir.

Faraldurinn grefur undan mannréttindum

„Á sama tíma hefur faraldurinn grafið undan mannréttindum. Hann hefur verið skálkaskjól fyrir harðhent viðbrögð öryggissveita og ágangs á borgaralegan vettvang og felsi fjölmiðla,“ segir Guterres í ávarpi sínu.

Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10.desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Heimsyfirlýsinguna um mannréttindi eða Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á meir en 500 tungumál og hefur ekkert skjal verið þýdd á svo mörg mál.

Mannréttindadagurinn
Konur áttu töluverðan þátt í samningu Mannréttindayfirlýsingarinnar og er framlag Eleanor Roosevelt þekktast. Á myndinni hér að ofan sést blaðamannafundur undirnefndar um málefni kvenna. Frá vinstri til hægri: Angela Jurdak (Líbanon), Fryderyka Kalinowski (Pólllandi), Bodgil Begtrup (Danmörku), Minerva Bernardino (Dóminíkanska lýðveldinu) og Hansa Mehta (Indlandi),