Mannréttindi eru einn af hornsteinum Sameinuðu þjóðanna

0
759
Mannréttindamál
Fáar ef nokkrar pólitískar yfirlýsingar hafa verið þýddar á jafn mörg mál og Mannrréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 1948.

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (4)??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Frá því Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Alheimsyfirlýsinguna um mannréttindi sem betur er þekkt sem Mannréttindayfirlýsingin hafa samtökin verið vettvangur tuga bindandi samkomulaga um pólitísk, borgaraleg, efnahagsleg,félagsleg og menningarleg réttindi.

Sameinuðu þjóðirnar vinna að aukinni virðingu fyrir lögum og vernd mannréttinda á margan hátt. Sem dæmi má nefna er virkt starf á vegum samtakanna viðvíkjandi 10 mannréttindasáttmálum. Það felst í starfi nefnda óháðra sérfræðinga sem fylgjast með því að ákvæðum helstu mannréttindasáttmála sé framfylgt, þar á meðal, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Óháðir sérfræðingar

Óháðir sérfræðingar fara yfir kærur einstaklinga og hafa með því náð að vekja athygli heimsins á málum þar sem pyntingar, mannshvörf, handahófskenndar fangelsanir og önnur brot koma við sögu. Með þessum hætti hefur myndast þrýstingur á stjórnvöld að bæta mannréttindaástandið í löndum sínum.

Sjá nánar um mannréttindi hér: https://bit.ly/2RKOsTe

MótumFramtíðOkkar#UN75