Mannréttindi: Fjórða hvert dauðsfall má rekja til umhverfisspjalla

0
663
Mynd: Unsplash / Photoholgic

155 ríki hafa viðurkennt að borgarar þeirra eigi rétt á því að lifa í heilbrigðu umhverfi annað hvort í krafti innlendrar löggjafar eða alþjóðasáttmála á borð við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Þrátt fyrir þetta telur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) að 23% allra dauðsfalla tengist “umhverfislegri áhættu” á borð við loft- og vatnsmengun og eiturefni í umhverfinu.

Staðreyndir á borð við þessar eru ástæða þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýlega ályktun þar sem ítrekuð er skylda ríkja til að virða mannréttindi, þar á meðal með því að takast af meiri krafti á við umhverfisvá.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig umhverfisspjöll hafa grafið undan réttinum til heilsu.

  1. Eyðing óbyggðra svæða og víðernis hefur greitt fyrir því að sjúkdómar berist á náttúrulegan hátt á milli dýra og manna.

Umbreyting lands til að rýma fyrir heimilum, bændabýlum og iðnfyrirtækjum hefur fært manninn nær villtum dýrum. Með því aukast líkur á að smitsjúkdómar berist frá villtum dýrum til manna.

Um 60% allra smitsjúkdóma má rekja til dýra og miklu fleiri geta gert það. Talið er að  1.7 milljónir veirutegunda búi spendýrum og sjávarfuglum. Hver og einn þeirra gæti orsakað næsta heimsfarald, sem kann að vera enn verri en COVID-19.

2.) Loftmengun minnkar lífsgæði og lífslíkur

Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér óheilnæmu andrúmslofti. Það skaðar helsu fólksins og styttir líf þess. 7 milljónir manna deyja á ári hverju af völdum sjúkdóma og sýkinga sem rekja má til loftmengunar. Það er fimm sinnum fleiri en látast í umferðarslysum.

Mengun getur haft áhrif á heilann, valdið misþroska, hegðunarvandamálum og jafnvel lægri gáfnavísitölu. Þá er mengun tengd við útbreislu Alzheimer- og Parkisnonveiki.

3.) Minnkandi fjölbreytni lífríkisins skaðar næringargildi matvæla

Á síðustu 50 árum hefur dregið úr fjölbreytni fæðu manna. 75% orku sem jarðarbúa sækja til matvæla koma frá ðeins 12 ræktuðum tegundum og 5 dýrategundum. Fækkunin er 37% á þessari hálfu öld

Nú þjáist þriðji hver maður af einhvers konar vannæringu. Stór hluti jarðarbúa glímir við einhvers konar vanheilsu sem rekja má til mataræðis. Nefna má hjartasjúkdóma, sykursýko og krabbamein.

  1. Minnkandi fjölbreytni lífríkisins dregur úr skilvirkni lyfja

Mynd: Unsplash / Kendal

Náttúrulegar afurðir eru stór hluti þeirra lyfja sem notuð eru í dag. Þær eru sérstaklega mikilvægar í krabbameinsmeðferð. Talið er að 15 þúsund lækningajurtir séu í útrýmingarhættu. Jörðin tapar einni jurt sem gæti haft lækningarmátt annað hvort ár.

 

 

5.) Milljónum stafar ógn af mengun um allan heim

Mynd: Jonatan Pie / Unsplash

Vatn er svo víða mengað af rusli, ómeðhöndluðu skólpi,  úrgangi landbúnaðar og iðnaðar, a’ 1.8 milljarður manna á á hættu að veikjast af kóleru, niðurgangspest, taugaveiki og lömunarveiki. Vaxandi áhyggjur eru af áhrifum örplasts á lífið í sjónum og fæðuhringinn.

Þar að auki glíma 25 miljónir manna á hverju ári við sjúkdóma af völdum skordýraeiturs.

  1. Loftslagsbreytingar

 Síðastliðinn áratugur var sá heitasti í sögu mannsins. Við erum nú þegar farin að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og nægir að benda á mikla gróður- og skógarelda og aukna tíðni flóða og fellibylja. Lífum, lífsafkomu og fæðuöryggi er ógnað. Loftslagsbreytingar ýta einni undir útbreiðslu veira. Líklegt er að heimsfaraldrar færist í vöxt, breiðust auðveldlegar ú to, valdi meiri efanhagslegum skakkaföllum og drepi fleira fólk.

Á 46.þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var samþykkt ályktun þar sem skorað var á ríki að vernda og endurreisa vistkerfi enda séu þau þýðingarmikil til að tryggja heilsu manna og velferð. 69 ríki skuldbundu sig til að taka þátt í samræðu með það að markmiði að viðurkenna réttinn til heilbrigðs, hreins, öruggs og sjálfbærs umhverfis.

Ályktunin var samþykkt við upphaf Áratugar Sameinuðu þjóðanna helguðum endurreisn vistkerfa 2021-2030.