Mannúðaraðstoð

0
682

Eitt af hlutverkum SÞ er að bæta alþjóðlegt hjálparstarf og gera það áhrifaríkara og að styrkja hin einstöku lönd í aðgerðum sínum við að fyrirbyggja og vinna að lausn neyðartilfella. Áhrifamikil alþjóðleg neyðaraðstoð krefst skipulags, samhæfingar, aðfangaleiða, útsjónarsemi og aðgerða til að afla fjárhagslegs stuðnings. SÞ hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þessum atriðum.

Frá því 28. janúar 1998 hefur samhæfing þessa málefna að hætti SÞ verið í höndum Skrifstofu fyrir samhæfingu mannúðarmálefna (Office for the Coordination of Humanitarian Affairs, OCHA), sem áður kallaðist deild fyrir mannúðarmál (Department of Humanitarian Affairs, DHA en fékk nafnbreytingu í tengslum við umbætur í SÞ. Hlutverk DHA (og nú hlutverk OCHA) hefur verið og er að tryggja virka stjórnun hraðra aðgerða af hálfu SÞ sem viðbrögð við náttúruhamförum, tæknihamförum eins og eyðileggingu Tjernobyl-kjarnorkuversins í Úkraínu með alvarlegum afleiðingum fyrir umhverfið og mannlífið. En mörg mannúðarvandamál stafa af átökum innanlands og einnig milli landa.

Við endurskipulagningu SÞ fluttist hluti þessara verkefna til Þróunarstofnun SÞ (UNDP) þ.e. málefni tengd náttúruhamförum og Friðargæsluskrifstofa SÞ (Department of Peace-keeping Operations, DPKO) fékk málefni tengd jarðsprengihreinsunar.

Aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála, Kenzo Oshima, sem einnig sér um samhæfingu náttúruhamfaraaðstoðar er einn mikilvægasti ráðgjafi SÞ sem samhæfir aðgerðir og leggur fram tillögur um aðgerðir er varða mannlegar náttúruhamfarir. Hann hefur nána samvinnu við yfirmenn starfandi samtaka og starfsmenn frjálsra samtaka (NGO). Þar að auki er hann í samvinnu við ríkisstjórnir og alþjóðlegar hjálparstofnanir, er ráðgjafi aðalframkvæmdastjóra SÞ, Kofi Annan, og leggur fram tillögur um aðgerðir. Aðstoðarframkvæmdastjórinn er formaður starfandi nefndar um samvinnu milli samtakanna (Inter-Agency Standing Committee, IASC) en þátttakendur í henni eru stjórnendur framkvæmdastofnana SÞ sem fást við mannúðaraðstoð og vinnur náið með OCHA.
 
Nefndin samanstendur af:

  • Barnahjálp SÞ (UNICEF)
  • Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA)
  • Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR)
  • Mannréttindastofnun (OHCHR)
  • Matvæla- og landbúnaðarstofnun (FAO)
  • Þróunaráætlun SÞ (UNDP)
  • Alþjóðabankanum
  • Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO)
  • Matvælaáætlun SÞ (WFP)

  • Stór samtök eins og Alþjóðainnflytjendastofnunin (IOM) og Rauði krossin

  • Fulltrúar aðalskrifstofu fyrir flóttamenn í eigin landi

  • Frjáls félagasamtök (NGO)

Inter-Agency Standing Committee (ISAC) mótar samhæfð viðbrögð fyrir ákveðin neyðartilfelli, ákveður hvað leggja skuli áherslu á og leitar stuðningsaðgerða með það fyrir augum að styrkja möguleika hvers einstaks lands til að veita neyðaraðstoð. Nefndin sinnir einnig mörgum öðrum neyðartilfellum, til dæmis aðstoð við um það bil 26 milljónir heimilislausa og flóttamenn í eigin landi (fólk sem hefur orðið að yfirgefa heimili sín vegna hamfara eða mannúðarkreppu), og aðgerðum í sambandi við jarðsprengjur – um það bil 100 milljónir um allan heim – og að draga úr vígbúnaði stríðsaðila.
{mospagebreak title=Fjármögnun mannúðaraðstoðar}

Fjármögnun mannúðaraðstoðar

SÞ samhæfa vettvangsaðgerðir framkvæmdastofnananna til að meta þarfir fyrir aðstoð. Auk þess eru sendar út beiðnir um fjármögnun mannúðaraðstoðar, skipulagðir eru fundir með styrktaraðilum og haldnar ráðstefnur. Haft er eftirlit með umfangi styrktarframlaga og sendar eru út skýrslur til að upplýsa styrktaraðila og aðra um þróunina. Allt mannúðarstarf SÞ er í raun fjármagnað af frjálsum framlögum.
Síðan 1992 hafa safnast meira en 12 milljarðar Bandaríkjadalir.

DHA stýrir sjóði (Central Emergency Revolving Fund) sem tryggir möguleika á mjög fljótum aðgerðum í neyðartilfellum, þar til inn koma styrkir frá styrktarlöndunum. Síðan 1992 hefur verið veitt yfir fimmtíu sinnum úr sjóðnum og teknar um 127 milljónir Bandaríkjadalir.

{mospagebreak title=Skjót viðbrögð}

Skjót viðbrögð

Samhæfingarskrifstofa SÞ er virk allan sólarhringinn til að geta brugðist við samstundis til að senda út upplýsingar, þegar hamfarir eiga sér stað. DHA stofnaði á sínum tíma í samvinnu við styrktarlöndin sérstakan matshóp sem í eru sérfræðingar í náttúruhamförum. Hópinn er umsvifalaust hægt að senda til þeirra svæða sem orðið hafa fyrir náttúruhamförum til að hjálpa staðaryfirvöldum og þjóðaryfirvöldum við að skipuleggja áhrifamikið hjálparstarf. SÞ geta einnig leitað til einkaaðila og hernaðarsérfræðinga til að hindra áhrif náttúruhamfara. SÞ hafa birgðageymslu með neyðarvarningi í Pisa, sem hægt er að ná í með hraði og senda með flugvélum.

Í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir og frjáls samtök (NGO) hefur DHA og nú OCHA aðstoðað við að hrinda verkefnum í framkvæmd til að bæta viðbúnað með tilliti til hugsanlegra hamfara. Viðvörunarkerfi SÞ fyrir náttúruhamfarir er verið að bæta þannig að það geti einnig aðvarað um aðrar tegundir alvarlegs ástands. DHA hefur einnig gert skrá yfir möguleika landanna ef hamfarir skella á – meðal annars skrá yfir mannúðarsamtök og möguleika þeirra á að veita hjálp og yfir aðgerðasvæði óbreytta borgara og hernaðaryfirvalda.

Allsherjarþingið lagði áherslu á það árið 1991 að nauðsynlegt væri að bæta samhæfingu mannúðaraðstoðar og að rannsaka ástæður fyrir hinum mörgu neyðartilfellum sem átt hafa sér stað á síðustu árum. Ennfremur að tryggja virkt viðvörunarkerfi, varnaðar- og viðbúnaðarkerfi, betri mannúðaraðstoð, endurþjálfun og þróun. Mannúðaraðstoð er hægt að veita á þann hátt að lögð sé áhersla á aðgerðir sem hafa langtíma markmið til að stuðla að betri tilveru fyrir alla.

OCHA stýrir einnig heimasíðu sem kallast ReliefWeb. Þar má finna nýjustu upplýsingar um náttúruhamfarasvæði í heiminum. Sjá meira www.reliefweb.int
{mospagebreak title=Langtíma starf}

Langtíma starf

Framlag SÞ til mannúðaraðstoðar er ekki eingöngu skyndiverkefni tengd náttúruhamförum heldur einnig langtíma uppbygging og þróun. Tilgangurinn er að náttúruhamfaraaðstoð skal aðstoða framtíðarþróun. Sjálfbær efnahagsleg og félagsleg þróun er enn besta vörnin gegn hamförum, sem og náttúruleg sem orsakast af mannavöldum.

SÞ reyna m.a. að aðstoða lönd við að samþætta betrunar- og fyrirbyggjandi áætlanir fyrir hamfarir í viðamiklum þróunaráætlunum sínum. Til að hvetja til vitundavakningar um þörfina á betrunar- og fyrirbyggjandi aðgerðum lýsti aðalframkvæmdastjóri því yfir að áratugurinn 1990-2000 væri alþjóðlegur áratugur helgaður fyrirbyggjandi aðgerðum gegn náttúruhamförum. Tilgangur áratugarins var að draga úr varnarleysi landanna gegn hamförum og að hvetja til samvinnu til að draga úr dauðsföllum og efnahagslegum skaða og þeirri félagslegu ringulreið sem náttúrhamfarir valda, öllu framar í þróunarlöndunum.

{mospagebreak title=Starfandi stofnanir SÞ}

Starfandi stofnanir SÞ

fao.gifFAO
Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) er oft beðin um að hjálpa bændum til að endurvekja framleiðslu eftir flóð, eftir að smitandi nautgripasjúkdómar hafa brotist út og við álíka neyðaraðstæður. Hamfaraaðstoð FAO er samhæfð af sérskrifstofu samtakanna fyrir aðgerðir á þessu sviði.

Hið hnattræna upplýsinga- og viðvörunarkerfi FAO sendir í hverjum mánuði skýrslur um matvælaástand heimsins. Sérstakar viðvaranir aðvara ríkisstjórnir og hjálparstofnanir um í hvaða löndum matvælaskortur getur átt sér stað.

unicef.gifUNICEF
Barnahjálp SÞ (UNICEF) er einnig fljót til þegar neyðarástand kemur upp, jafnvel þótt hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að aðstoða með langtímastyrki fyrir börn og mæður í þróunarlöndunum.

Í náinni samvinnu við OCHA, aðrar stofnanir SÞ og mörg frjáls samtök (NGO) leggur UNICEF sitt af mörkum í neyðaraðstoð til að tryggja heilbrigðisaðstoð, næringu, aðföng vatns og hreinlætisaðstöðu. Þar að auki að gefa kost á grundvallarkennslu og sálfræðilegri og félagslegri endurhæfingu barna sem hafa orðið fyrir sálfræðilegu áfalli. Í tilraun til að tryggja flutning mannúðaraðstoðar til barna meðan á vopnuðum átökum stendur hefur UNICEF lýst yfir "dögum án ofbeldis" og "friðargangvegi" í Afríku, Asíu, Evrópu og Miðausturlöndum. UNICEF hefur einnig í auknum mæli tekið þátt í verkefnum til að vernda börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og í viðleitni til að banna notkun jarðsprengja.

undp.jpgUNDP
Þróunaráætlun SÞ (UNDP) aðstoðar við að tryggja að enduruppbygging samlagist neyðaraðstoðinni. Mannúðaraðstoð og stuðningur við þróun eru þannig tengd saman í því markmiði að sjálfbær þróun geti eins fljótt og hægt er hafist aftur á því svæði þar sem vandamálin voru fyrir hendi.

Endurhæfingarverkefni UNDP hefur þann tilgang að koma í veg fyrir fátækt sem oft er meðvirkandi orsök átakanna. Til að tryggja að aðgerðir hafi sem best áhrif er sérhvert verkefni samhæft með aðstoð fulltrúa staðarins og embættismanna og svæðisskrifstofu UNDP. Þessi aðferð hefur tryggt aðstoð fyrir mörg þúsund fórnarlömb styrjalda og óeirða í löndum eins og Afganistan, Kambódíu, El Salvador og Súdan. Nú hafa mörg samfélög þar sem átök áttu sér stað bætt lífsskilyrði íbúanna meðal annars fyrir tilstilli kennsluverkefna, betri lánamöguleika og uppbyggingarverkefna.

unhcr.jpgUNHCR
Flóttamannafulltrúi SÞ (UNHCR). (Sjá grein um UNHCR.)

wfp.jpgWFP
Matvælaáætlun SÞ (WFP) er ein af mikilvægustu stofnunum SÞ þegar á þarf að halda skjótum viðbrögðum til aðstoðar ef náttúruhamfarir eiga sér stað og fæðuskortur vegna óeirða og innlendra ofbeldisaðgerða sem afleiðing átaka milli þjóðflokka og trúarbragðaandstæðinga.

Starfssvið WFP er meðal annars að sjá fyrir neyðaraðstoð; að samræma öll aðföng; að ráðleggja styrktarlöndunum; og að stjórna alþjóðlegum matvælasjóði WFP fyrir neyðaraðstoð.

WFP hefur nána samvinnu við OCHA, aðrar stofnanir SÞ, ríkisstjórnir og frjáls samtök (NGO). WFP metur þarfir, útvegar framlög, skipuleggur flutninga og dreifingu matvæla. Samningur milli WFP og UNHCR, sem gekk í gildi árið 1992, hefur leitt til þess að WFP sér um mestan hluta matvæla fyrir flóttamenn.

Fjölgun verkefna WFP er aðallega á sviði neyðaraðstoðar til þróunarstarfa. Í nokkrum tilfellum hefur hið alþjóðlega framlag styrkt móttökulöndin svo þau geti sett þróunina í gang.

who.jpgWHO
Innan Sameinuðu þjóðanna gegnir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mikilvægu hlutverki. Deild stofnunarinnar fyrir neyðaraðstoð (Division of Emergency and Humanitarian Action, EHA) samræmir alþjóðlegar aðgerðir er snerta heilbrigðismál í neyðartilfellum og við náttúruhamfarir. Hið mikla tæknilega net WHO er notað til að veita sérfræðilega ráðgjöf til aðildarríkjanna um hugsanlegar farsóttir, eftirlit með smitandi sjúkdómum, opinberar heilbrigðisupplýsingar og menntun starfsfólks. Starf EHA felur einnig í sér að sjá um lyf og aðföng, útsendingu sveita og tæknilegan stuðning. Hvað snertir viðbúnað er það aðalmarkmið EHA að styrkja getu aðildarríkjanna til að ráða við heilsufarslegar afleiðingar neyðartilfella og hamfara.