Mannúðaraðstoð

0
561

bannerhumanitar.jpg

Þegar ógæfa ríður er fjölskylda Sameinuðu þjóðanna til staðar til að útvega, aðllega konum, börnum og eldra fólki matvæli, húsaskjól, lyf og aðra aðdrætti.

Aðstoð í mannúðarsskyni er samræmd í nefnd allra mannúðarstofnana SÞ og situr neyðarhjálparstjóri Sameinuðu þjóðanna í forsvari. Í nefndinni sitja fulltrúar Barnahjálpar SÞ (UNICEF), Þróunaráætlunarinnar (UNDP), Matvælaáætlunarinnar (WFP) og Flóttamannastofnunarinnar (UNHCR). Aðrar stofnanir SÞ eru einnig viðstaddar sem og meiriháttar félagasamtök og milliríkjastofnanir á mannúðarsviði, til dæmis Alþjóðanefnd Rauða Krossins.

refugees.jpgSamræmingarskrifstofa neyðaraðstoðar (OCHA) gefur út samræmt ákall í því skyni að afla milljóna dollara frá alþjóðlegum gefendum og koma fénu til nauðstaddra. Skrifstofunni stýrir Neyðarhjálparstjórinn sem jafnfram er aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ á sviði mannúðarmála.

Nánari upplýsingar á ensku: