Markmið náðust ekki í söfnun fjár fyrir Afganistan

0
657
Fjáröflunarfundur fyrir Afganistan

Nærri tveir og hálfum milljarði Bandaríkjadollar var lofað til stuðnings hjálparstarfi í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þetta er hins vegar tveimur milljörðum minna, en talið er að þurfi til að sinna brýnustu þörfum Afgana.

António Guterres stýrir fjáröflunarráðstefnunni fyrir Afganistan. Amina Mohammed var-aðalsframkvæmdastjóri til vinstri
António Guterres stýrir fjáröflunarráðstefnunni fyrir Afganistan. Amina Mohammed var-aðalsframkvæmdastjóri til vinstri. Mynd:UN Photo/Eskender Debebe

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til ráðstefnunnar ásamt Bretlandi, Katar og Þýskalandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundinum. Þar af er 360 milljóna króna framlag fyrir tímabilið 2022-2024. Þetta fé rennur til þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna.

Neyðarástandið í Afghanistan

Þótt við ramman reip hafi verið að draga í Afganistan um langa hríð vegna átaka og þurrka, á núverandi ástand sér enga hliðstæðu. 24.4 milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Fæðuóöryggi hefur óvíða aukist jafn mikið og hratt og í landinu. Helmingur íbúanna stendur frammi fyrir alvarlegu hungri. Vannæring færist í vöxt og lífsviðurværi fólks hefur horfið.

Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna telja að í Afganistan ríki nú eitt skelfilegasta neyðarástand í heimi og það ver síversnandi.

Helmingur liður hungur

OCHA, samræmandi mannúðaraðstoðar af hálfu Sameinuðu þjóðanna, telur að helmingur íbúanna líði hungur, rúmlega níu milljónir hafa flosnað upp fra heimilum sínum og milljónir barna ganga ekki í skóla.

Martin Griffiths forstjóri OCHA segir að við blasi skelfing ef næg aðstoð berst ekki og hefur sérstaklega áhyggjur af milljón barna sem líða fyrir vannæringu. “Hjálparstofnanir í Afganistan geta lítið gert ef ekkert fjármagn er í efnahagslífi landsins til að borga laun, eldsneyti og svo framvegis. Þetta er ekki bara efnahagslegt vandamál heldur spurning um mannúð.”

Beðið um 4.4 milljarða dala

Aðalframkvæmdastjórinn António Guterres sagði á fundinum. “Við förum fram á 4.4 milljarða dala fyrir Afganistan. Það er hæsta upphæð sem farið hefur verið fram á fyrir eitt ríki á einu ári. Ætlun okkar og samstarfsaðila okkar er að koma 22 milljónum manna til hjálpar með mat, vatn, heilsugæslu vernd, húsaskjól, menntun og ýmisa lífsnauðsynlega aðstoð.”

Á fyrstu átta vikum 2022 tókst að ná til 12.7 milljóna manna með lífsnauðsynlegri aðstoð og var áhersla lögð á konur, stúlkur og minnihlutahópa.

Á meðal hjálpargagna er nærringarrík fæða fyrir hundruð þúsunda vannærðra barna og ófrískra kvenna og kvenna með barn á brjósti. Einnig heilsusamlegar máltíðir fyrir skólabörn, útsæði og verkfæri fyrir bændur, heilbrigðisþjónusta á sviði frjósemis og áfallameðferð.    

Á fjáröflunarfundinum lögðu Bretar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Þýskaland fram hæst framlög.