Mat að andvirði 400 milljarða dala fleygt á ári

0
420
food orange

 food orange

25.febrúar 2015. Ný bresk rannsókn bendir til að hægt sé að spara tugi ef ekki hundruð milljarða dollar ef neytendur væru meira vakandi, í stað þess að fleygja góðum matvælum.

 Samkvæmt rannsókn bresku samtakanna WRAP ( Waste & Resources Action Programme) fer stærstur hluti matvæla til spillis í Asíu en Evrópa og Norður Ameríka koma þar á eftir. Rannsóknin byggir á mati Sameinuðu þjóðanna um að 280 milljónum tonna af matvælum sé fleygt á ári. Til þess að setja þetta í samhengi myndu þessi matvæli fylla risaíþróttaleikvang á borð við MetLife völlinn í New Jersey 560 sinnum.

„Smáatriði á borð við að lækka meðalhitastig í ísskápum og hanna betri umbúðir, gætu dregið verulega úr sóun, “ sagja samtökin í fréttatilkynningu. 

Aldrei verður hægt að uppræta alla sóun, en samtökin telja að hægt sé að spara á bilinu 120 til 300 milljarða með samstilltu átaki til ársins 2030. 

Þau telja að hægt væri að uppræta fjórðung sóunar í þróunarríkjum með bættri kælingu matvæla, en ísskápar og frystar eru víða af skornum skammti.

http://static.newclimateeconomy.report/wp-content/uploads/2015/02/WRAP-NCE_Economic-environmental-gains-food-waste.pdf)
En vandamálið er ekki bara neytendum að kenna. Grænmeti rotnar í jörðinni og matur skemmist við meðhöndlun og dreifingu.
Sameinuðu þjóðirnar telja að 415 milljónum tonna af matvælum sé sóað í landbúnaðargeiranum á hverju ári og 600 milljón tonnna fari til spillis eftir uppskeru áður en varan kemst til neytenda.

Mynd: Flickr/Jbloom https://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/2.0/