Með hnífinn á lofti

0
475
FGM UNICEF Ethiopia Colville Ebeling

FGM UNICEF Ethiopia Colville Ebeling

4. júlí 2015. Kynfæraskurður kvenna er víðast hvar álitinn gróft og glæpsamlegt mannréttindabrot, þar á meðal í öllum Evrópusambandsríkjum.

Hins vegar kemur vanmat á umfangi og á þeirri hættu sem fylgir kynfæraskurði, í veg fyrir að konum og stúlkum sé veitt hæli í ESB ríkjum til þess að flýja slíka limlestingar.

FGM An adolescent girl pictured during a momentous dropping of the knife ceremony in Wassu Upper River Division The Gambia. Flickr Arts at LSEjpgKynfæraskurður er vissulega tíðkaður í Evrópu þrátt fyrir að hann sé bannaður með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Af þeim sökum er oft og tíðum farið stúlkur sem alist hafa upp í Evrópu, til heimalanda foreldra þeirra í Afríku og Mið-Austurlöndum, þar sem kynfæraskurður tíðkast þegar stúlkurnar verða kynþroska.

Ekki er gert ráð fyrir í flóttamannakerfi Evrópuríkja að veita hæli vegna þeirrar hættu sem konur og stúlkur eiga yfir höfði sér, þar sem kynfæraskurður er iðkaður.

„Af þeim konum sem leita hælis í Evrópu og koma frá ríkjum þar sem kynfæraskurður er tíðkaður, hafa 71% mátt þola slíkar limlestingar. Það er því löngu kominn tími til gefa þessu meiri gaum,“ segir Fadela Novak-Irons, fulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 

Danmörk, Noregur og Svíþjóð tóku við flestum flóttamönnum frá þeim ríkjum þar sem kynfæraskurður er tíðkaður á árinu 2014, en það gerðu einnig Þýskaland, Frakkland, Sviss, Bretland, Holland Ítalía og Belgía. Samt sem áður hefur ekkert þessara ríkja markað sér stefnu um hvernig eigi að bregðast við þeirri hættu sem einstaklingnum stafar af kynfæraskurði, að ekki sé minnst á hættuna af því að þessi „siður“ fylgi flóttamönnunum til nýja landsins.

Talið er að hálf milljón kvenna í Evrópu hafi mátt sæta kynfæraskurði og að á hverju ári eigi 180 þúsund konur á hættu að verða fyrir slíkri limlestingu. 

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að 18.500 af 25.855 konum frá ríkjum þar sem skurður tíðkast og fengu hæli í ESB ríkjunum á fyrstu FGM Campaign to stop FGM in Darfur UN Photo Alber Gonzalez Farranþremur ársfjórðungum 2014, hafi mátt þola kynfæraskurð.

Á meðal heimalanda þessara kvenna eru Erítrea, Nígería, Sómalía, Gínea og Eþíópía. Nokkur þúsund umsóknir um hæli berast á hverju ári þar sem kynfæraskurður kemur við sögu. „Þessar tölur hrekja þau viðteknu viðhorf að þetta sé svo lítið vandamál á meðal þeirra sem leita hælis, að það krefjist ekki sérstakrar úrlausnar og viðbragða,“ segir Novak-Irons states.

Sönnunarbyrði

Í hælisbeiðnarferlinu er farið í saumana á því hvort umsækjandinn eigi raunverulega á hættu ofsóknir eða eigi á hættu að verða fyrir skaða. Kynfæraskurður hefur „lang- og skammtíma áhrif á heilsu“ og telst „viðvarandi ofsóknir“ á borð við „pyntingar“ og því ætti slíkt að vera rök fyrir því að fá hæli, að mati Flóttamannahjálparinnar. En þar sem kynfærskurður er að auki eitt birtingarform kynbundins ofbeldis og areitni sem börn verða fyrir, verður hælisbeiðni enn flóknari.

„Ég flúði heimaland mitt vegna þeirra ofsókna sem ég mátti sæta fyrir baráttu mína gegn umskurði kvenna og pólitíski baráttu minni fyrir réttindum kvenna segir flóttakonan Halimatou Barry. 

Sumir leita hælist á grundvelli ofsókna sem þeir eða þær hafa orðið fyrir vegna baráttu til að binda enda á umskurð í heimalöndum sínum, en aðrir eru í óbeinni hættu og leita alþjóðlegrar verndar fyrir dætur sínar.

Til að bíta höfuðið af skömminni, er sums staðar ekki látið nægja að skera konur einu sinni, heldur eru þær skornar og saumaðar saman, en saumarnir síðan skornir þegar þær ganga í hjónaband eða eiga barn.

„Það sem ég man úr viðtalinu út af hælisbeiðni minni, var að manneskjan sem rædd við mig, virtist ekki trúa mér. Það er staðreynd að margir yfirgefa heimalönd sín af efnahagslegum ástæðum. En þegar maður segir: „Ég vil ekki að dætur mínar verði skornar“, er hægt að ætlast til þess að lögð séu við eyrun,“ segir Aissatou Diallo sem flúði heimaland sitt til þess að hlífa dætrum sínum tveimur við skurði og berst nú fyrir málstaðnum í Belgíu. „Þegar barn dettur og meiðir sig á leikvelli, kemur fólk hlaupandi til hjálpar. Ég vil sjá það sama gerast þegar við tölum um að lítið stúlka eigi á hættu að kynfæri hennar séu skorin og hún limlest.“

Helsta heimild: http://www.fmreview.org/climatechange-disasters/FGM.pdf

(Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, júní-júlí 2015)