Meir en milljarður þjáist vegna útbreiðslu eyðimarka í 100 ríkjum

0
486
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að útbreiðsla eyðimarka stofni heilsu og velmegun 1.2 milljarðs manna í hættu í hundrað ríkjum. Í ávarpi á Alþjóðlegum baráttudegi gegn útbreiðslu eyðimarka vakti Ban athygli á að þeirri staðreynd að útbreiðsla eyðimarka væri ekki aðeins einn mesti umhverfisvandi heims, heldur ein stærsta hindrun í vegi þess að útvega brýnustu þarfir á þurrum svæðum. 

“Margt af fátækasta fólki heims líður beint fyrir stækkun eyðimarka. Tveir þriðju hinna fátæku búa á þurrum svæðum.” 
Alþjóðlegi baráttudagurinn gegn útbreiðslu eyðimarka er haldinn ár hvert 17. júní um allan heim til að benda á hve brýnt það er að sporna við útbreiðslu eyðimarka og vekja athygli á vanda þurra svæðanna. 
 Í þema Alþjóðlega baráttudagsins var kastljósinu beint að samverkun loftslagsbreytinga og útbreiðslu eyðimarka. 
“Þetta eru tvær mismunandi formbirtingar sama vandamáls. Og sameiginlega grafa þau undan því að Þúsaldarmarkmiðunum um þróun verði náð 20015,” sagði Ban í ávarpi sínu. 
Sjá nánar: http://www.un.org/events/desertification/2007/