Meira en táknrænn dagur, eftir Navathenm Pillay

0
395

Navanethem Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna skrifar í tilefni af Alþjóðlegum degi frumbyggja 9. ágúst:

Þær rúmlega 370 milljónir frumbyggja sem til eru í heiminum eiga annað og meira skilið en táknræn hátíðarhöld 9. ágúst þegar haldinn er alþjóðlegur dagur til að heiðra gildi, staðfestu og menningu frumbyggja. Eftir aldalanga kúgun, þurfa þeir nauðsynlega á úrræðum að halda til að verja mannréttindi sín, lifnaðarhætti og efla framtíðarsýn.

 Navathenem Pillay, Mannréttindstjóri (UN Human Rights Commissioner)  

Eitt slíkra tækja er Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi fumbyggja. Í einu ákvæða yfirlýsingarinnar er lögð áhersla á þau mannréttindi að frumbyggjar njóti jafnréttis og jafnræðis. Þar er gert ráð fyrir rétti þeirra til sjálfsákvörðunar og rétti til þess að viðhalda og efla pólitískar, lagalegar, efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar stofnanir auk réttarins til fullrar þátttöku í opinberu lífi. Þá skiptir sköpum að í yfirlýsingunni er staðfestur réttur frumbyggja til að eiga eða ráðstafa hefðbundnum löndum sínum og auðlindum.  

 

 

 

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Yfirlýsinguna í september 2007 með atkvæðum 143 ríkja eftir meir en tveggja áratuga samningaviðræður. Stuðningur við yfirlýsinguna fer vaxandi. Þar skiptir máli að Ástralía og Kólombía, tvö ríki sem ásamt Bandaríkjunum og Kanada samþykktu ekki tillöguna, hafa nú snúist á sveif með yfirlýsingunni. Þessi þróun mála er uppörvandi en við verðum að halda áfram að berjast fyrirr brautargengi þessa mikilvæga skjals.

 

Samþykkt þess er lykill í því að lina það harðræði og ójafnræði sem frumbyggjar mega þola. Talið er að tíundi hver frumbyggi búi við örbirgð. Það eru meiri líkur að frumbyggjar en aðrir búi við ófullnægjandi heilsugæslu og menntun, ef þeir njóta þessa yfirleitt. Þeir gleymast oft í áætlunum um efnahagsþróun eða að ekki er tekið fullt tillit til sérþarfa þeirra og hefða. Framlag þeirra og venjur eru oft fótum troðnar eða sniðgengnar í öðru ákvarðanatökuferli. Meirihlutinn ákvarðar oft lög og stefnumótun um náttúruauðlindir með litlu sem engu tilliti til frumbyggja. Af þessum sökum blossa oft upp deilur þegar ákvarðanir ógna lifnaðarháttum og jafnvel tilvist frumbyggja.

 

Við verðum að efla sameiginlega viðleitni okkar til að Yfirlýsingin sé meir en fögur fyrirheit. Við verðum að hrinda bókstaf hennar í framkvæmd og stuðla að áþreifanlegum breytingum í lífi frumbyggja.

 

Ríki heims, frumbyggjar og Sameinuðu þjóða kerfið verða að taka höndum saman með samráð, gagnkvæman skilning, umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi og í samræmi við Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja og önnur mannréttindaákvæði.

 

Ég er sannfærð um að ekki aðeins frumbyggjar heldur þjóðfélög í heild hagnist á því að þeir fái að tala eigin röddu og hafa sitt að segja um ákvarðanir um meiri háttar mál.

 

Tökum loftslagsbreytingar sem dæmi. Loftslagsbreytingar gætu bitnað harðast á frumbyggjum hvort heldur sem er hreindýrasmölum á Norðurhjara sem akuryrkjusamfélögum Maasai í Austur-Afríku. En menning þeirra, reynsla og þekking á umhverfinu bæði getur og ætti að sama skapi að hjálpa okkur við að finna svör við þessari og annari hnattrænni vá. Þegar við verjum réttindi frumbyggja gagnvart landþjófnaði- og upptöku, verjum við líka fjölbreytni lífríkisins. Þessa sjást glögg merki á stöðum eins og á Amazon-svæðinu þar sem sjálfbær nýting frumbyggja á skóglendi, getur verið lóð á vogarskálar í baráttunni gegn  eyðingu skóga.

 

Það er á valdi hvers ríkis fyrir sig að efla réttindi frumbyggja í þróun stefnumótunar og þátttöku þeirra í opinberu lífi. Ríkisstjórnir geta þó fært sér í nyt mannréttindareynslu og lagaþekkingu í Mannréttindastarfi Sameinuðu þjóðanna að ógleymdu framlagi borgaralegs samfélags.  Þessir samstarfsaðiljar í eflingu réttinda frumbyggja geta veitt aðstoð við að ganga frá umbótum í samræmi við aþjóðlega staðla og leyft fröddum frumbyggja að heyrast á alþjóðavettvangi.

 

Meðal þeirra sem koma við sögu eru Varanlegur vettvangur um málefni frumbyggja en þar koma hundruð fulltrúa frumbyggja saman árlega og Sértstakur fulltrúi um málefni frumbyggja sem hefur stuðlað að framþróun mannréttinda þeirra í ýmsum ríkjum. Að auki hefur Sérfræðingaferli Sameinuðu þjóðanna í réttindamálum frumbyggja verið falið að semja ráðgjöf um réttindi þeirra til menntunar en það er eitt helsta baráttumál frumbyggja um allan heim.

 

Enn er langt í land. Vafalaust er leiðin framundan torfarin. En við skulum vinna saman að því að breyta yfirlýsingunni úr orðum í athafnir. Við þurfum að aðhafast nú þegar til að tryggja reisn og velmegun frumbyggja. Þeir hafa beðið lengi. Þeir vænta einskis minna.