Menntun er mannréttindi

0
805
Læsi
Alþjóðlegi menntadagurinn

Menntun er mannréttindi og lykill að framgangi sjálfbærrar þróunar. Hins vegar er ljóst, nú þegar Alþjóðlega menntadagsins er minnst, að mörg ljón eru á vegi þeirrar viðleitni að öll börn í heiminum njóti menntunar.

Alþjóða menntadagurinn

Svo mikilvæg er menntun að skortur á almennri skólagöngu stendur mörgum ríkjum heims fyrir þrifum hvað varðar jafnrétti kynjanna og sárafátækt með þeim afleiðingum að milljónir barna, ungmenna og fullorðinna sitja eftir.

Menntadagur

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2018 samhljóða að 24.janúar skyldi vera alþjóðlegur menntadagur til marks um mikilvægi þess að tryggja jafnan rétt allra til góðrar menntunar og tækifæri alla ævina til að læra.

Lærdómur fyrir fólkið, plánetuna, velmegun og frið” (“Learning for people, planet, prosperity and peace” ) er þema alþjóðadagsins í ár. Fyrir fólkið vegna þess að menntun er kjarni þróunar einstaklinga jafnt sem samfélaga. Plánetuna vegna þess að menntun er miðlæg í þeirri umbreytingu sem þörf er á til að skapa umhverfislega sjálfbær samfélög. Velmegun vegna þess að menntun getur aukið atvinnumöguleika, bætt afkomu hinna fátækustu og dregið úr ójöfnuði. Og loks friður vegna þess að menntun er forsenda pólitískrar þátttöku og lýðræðis.

Hundruð milljóna án menntunar

Réttur barna og ungmenna til menntunar er þverbrotinn um allan heim. 265 milljóir barna og ungmenna um allan heim ganga ekki í skóla eða ljúka ekki skólagöngu. 617 millj´noinr barna og ungmenna kunna hvorki að lesa né reikna. Að auki ljúka minna en 40% stúlkna í Afríku sunnan-Sahara grunnskóla og meir en fjórar milljónir barna og ungmenna á meðal flóttamanna ganga ekki í skóla. 

Réttur til menntunar er tryggður í 26.grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en þar er hvatt til ókeypis skyldunáms. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur einnig ríkjum á herðar að gera öllum kleift að njóta æðri menntunar.

Þar að auki er aðgangur allra að góðri ódýrri menntun talinn forsenda fyrir því að öll 17 Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun nái fram að ganga. Sérstaklega á þetta við um Heimsmarkmið 4 sem kveður á um að “Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi,” fyrir 2030.

Alþjóða menntadagurinn
Drengir í Afríku-ríki á skólabekk