Merkel hlýtur Nansen-verðlaunin

0
384
Nansen-verðlaunin
Merkel hýtur Nansen-verðlaunin. Mynd: © Bundesregierung/Steffen Kugler

Flóttamenn.  Angela Merkel fyrrverandi kanslari Þýskalands hefur verið sæmd hinum virtu Nansen-verðlaunum.

 Þau hlýtur hún fyrir þá ákvörðun að veita 1.2 milljónum flóttamanna hæli á meðan átök stóðu sem hæst í Sýrlandi.

 Það er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sem veitir verðlaunin.

lauded Ms. Merkel for displaying “great moral and political courage” in helping so many survive and rebuild their lives, who had been forced to flee brutal fighting at home.

Angela Merkel Nanesn-verðlaunahafinn 2022.
Angela Merkel Nanesn-verðlaunahafinn 2022. Mynd: © Bundesregierung/Steffen Kugler

Forstjóri Flóttamannahjálparinnar, Filippo Grandi, sagði þegar tilkynnt var um verðlaunahafann að merkel hefði sýnt „gríðarlegt siðferðilegt og pólitísk hugrekki“ með ákvörðun sinni.

Merkel var leiðtogi lands síns í 16 ár, en lét af embætti á síðasta ári. Hún sagði þegar flóttamannakreppan var í algleymingi að „hún væri einstæðu prófraun á evrópsk gildi.“

Nansen-verðlaunin eru kennd við norska landkönnuðinn og flóttamannafrömuðinn Fridtjof Nansen. Þau eru veitt árlega einstaklingi, hópi eða stofnun sem hefur skarað fram úr við að vernda flóttamenn, uppflosnað fólk í heimalandi sínu eða ríkisfangslaust fólk. Öld er liðin frá því Nansen hlaut friðarverðlaun Nóbels. Jafnfarmt eru hundrað ár liðin í ár frá því að Nansen-vegabréfið var til sem greiddi götu flóttamanna á leið yfir landamæri.

 Verðlaunin verða afhent 10.október í Genf.

© Bundesregierung/Steffen Kugler