Metfjöldi kvenna í Öryggisráðinu

0
460

kvinner sikk3

17.janúar 2014. Árið 2014 verða konur að minnsta kosti þriðjungur fulltrúanna sem sitja fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ýmsir hafa velt vöngum yfir því hvort hærra hlutfall kvenna í Öryggisráðinu muni hafa áhrif á þau málefni sem tekin eru þar til umræðu. Sem dæmi má nefna má velta því fyrir sér hvort áhersla aukist á ályktun ráðsins númer 1325 um aukna þátttöku kvenna í friðargæsluferlum. En sú spurning vaknar einnig hvort ályktunum um aukinn hlut kvenna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður fylgt eftir.
Í yfirlýsingu Kvennaráðstefnunnar í Beijing 1995 var því slegið föstu að jafnrétti á milli kvenna og karla væri mannréttindamál og grundvöllur félagslegs réttlætis en ekki einkamál kvenna. Í Beijing var kveðið á um í yfirlýsingu að hlutfall karla og kvenna í starfsliði Sameinuðu þjóða-kerfisins í heild skyldi vera jafnt frá og með árinu 2000. ? 

Annað hvert ár er kannað hvernig gengur að framfylgja áætluninni frá 1995. Síðasta úttekt er frá 2010-2011. Þar kemur fram að af þeim sem starfa sem „fagmenn“ (professionals) hjá Sameinuðu þjóðunum eða í þaðan af hærri stöðum, eru 40.7% konur. Þetta er lítils háttar aukning frá 2009 en þá var hlutfall kvenna 39.9%. Athyglisvert er þó að hlutfallið er hærra í aðalstöðvunum en á öðrum starfsstöðum. 

Athugun frá 2008 bendir til að hlutur kvenna sé álíka rýr sé litið til fulltrúa sem aðildarríki skipa hjá einstökum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Sem dæmi má nefna eru konur 41.2% fulltrúa hjá sjö mannréttindanefndum- og stofnunum. Þar af eru konur 95% fulltrúa í Nefnd um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) og í nefnd um réttindi barna er helmingurinn konur. Ef litið er á hlutfallið þegar þessasr tvær nefndir eru undanskildar, fellur hlutfallið niður í 23%.
Þetta sama ár voru 10% fastafulltrúa aðildarríkjanna í aðalstöðvunum í New York konur, en 12,9 % hjá stofnunum samtakanna í Genf og 19,2 % í Vínarborg.
Nýrrar úttektar er að vænta í ár og verður athyglisvert að sjá hvort hlutfallið hefur breyst að ráði. Það er góðs viti að konur hafa ekki fyrr verið jafnfjölmennar og nú í Öryggisráðinu, en langt er í land með að uppfylla kröfur hinnar fjórtán ára gömlu Beijing-áætlunar.
Heimild: Félag Sameinuðu þjóðanna í Noregi.