Metfjöldi þarf mannúðaraðstoð

0
807

168 milljónir manna um allan heim þurfa á hjálp og vernd að halda vegna neyðarástands í meir en 50 ríkjum árið 2020.

Mannúðarmálastjóri Sameinuðu þjóðanna fór fram á 29 milljarða dala framlög til mannúðarmála í dag.

Loftslagsvá, sjúkdómsfaraldrar og harðnandi og langvarandi átök eru á meðal orsaka þess að fólki sem þarf neyðaraðstoð fjölgaði um 22 milljónir á síðasta ári, sagið Mark Lowcock, forstjóri Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA) í dag.

„Árið 2020 mun fertugasti og fimmti hver jarðarbúa þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda. Þetta er mesti fjöldinn í marga áratugi.“

200 milljónir

Ef fer fram sem horfir munu 200 milljónir manna þurfa að reiða sig á slíka aðstoð 2022.
Uggvekjandi er, að sögn Lowcock, að sífellt fleiri börn eru drepin eða særð í átökum. „Meir en 12 þúsund börn voru drepin eða særð í átökum 2018 og sennilega enn fleirir 2018.“

Að auki stafar konum og stúlkum enn meiri hætta af kynbundnu ofbeldi nú en áður. Þá glímir fimmti hver íbúi átakasvæða við andlega erfiðleika.

Í ákalli til fjárveitenda sagði Mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna að samtökin og samstarfsaðilar þeirra svo sem Rauði krossinn og almannasamtök að samanlagt nytu” 109 milljónir þeirra jarðarbúa sem höllustum standa fæti, aðstoðar alþjóðasamfélagsins.”

Sjá nánar hér: https://www.unocha.org/global-humanitarian-overview-2020 og hér https://unric.org/is/maeur-kynnist-moergu-af-tvi-versta-og-besta-2/