Mikilvægi fyrstu sálfræði-hjálpar

0
491
logo1

logo1

10.október. Þema Alþjóðageðheilbrigðisdagsins 10.október að þessu sinni er „fyrsta sálfræðihjálp.“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari dagsins 2016 en dagskráin á Íslandi ber heitið „Virðing er fyrsta hjálp“. Gengið verður frá Hallgrímskirkju að Bíó Paradís klukkan hálf fjögur í dag

Sjónum er beint að þeirri sálfræðilegu aðstoð sem unnt er að veita fólki sem lendir í skakkaföllum, hvort heldur sem það eru heilbrigðisstarfsmenn, slökkviliðsmenn, starfsfólk félagslega kerfisins eða lögregla sem er fyrst á vettvang.

psychological first aid 1„Þessa dagana ríkir neyðarástand víðar en nokkru sinni fyrr vegna átaka eða náttúruhamfara,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn. „Á sama tíma eru milljónir manna um allan heim þolendur kynferðislegs ofbeldis, ofbeldisglæpa og slysa. Allt of oft njóta fórnarlömb lítillar sem engrar ráðgjafar í fyrstu. Þar sem neyðarástand ríkir er það oft vegna þess að ekkert þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk er til staðar.“

Þótt talað sé um sálfræðilega fyrstu hjálp, er félagsleg aðstoð ekki síður mikilvæg. Heilsugæsla ætti aldrei að einskorðast við líkamlega heilsu og geðheilbrigðiskerfi ætti aldrei að takmarkast við sálfræðilega aðstoð. Brýnt er að fjárfest sé í sálfræðilegri fyrstu hjálp en slíkt ber að vera liður í langtíma viðleitni. Tryggja verður að allir sem lenda í bráða álagi vegna hamfara fái grundvallarþjónustu og þeir sem þurfa á frekari aðstoð að halda hafi aðgang að stuðningi frá heilsugæslu, geðheilbrigðskerfi og félagslegri þjónustu.

Dagskrá Alþjóðageðheilbrigðisdagsins hefst með göngu frá Hallgrímskirkju að Bíó Paradís kl. 15.30 en samkoma þar hefst með ávarpi borgarstjóra. Því næst stígur Emmsjé Gauti á svið. Nanna Briem geðlæknir og yfirlæknir meðferðardeildar Laugaráss ávarpar samkomu og leikhópurinn Húmor í samvinnu við Hlutverkasetur verður með leiklistargjörning. Músíkstofa Mínervu kynnir og verður með sýnikennslu á tónlistarþerapíu
Síðan verður sýnd Unum, stuttmynd eftir Guðmund Jónas Haraldsson í samstarfi við Vin fræðslu-
og batasetur Rauða krossins

Nánari upplýsingar: http://www.10okt.com/ og http://www.who.int/mental_health/world-mental-health-day/2016/en/

Mynd: World vision international.