Mikilvægur mánuður

0
449
ABP

ABPVið höfum ákveðið að velja úr og beina kastljósinu í marsmánuði að tilteknum Alþjóðadögum. Mars er mikilvægur mánuður og státar af hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðlegum dögum! Ekki það að við höfum neitt við þennan fjölda sem slíkan, að athuga. Hver einasti dagur mætti vera helgaður tilteknu alþjóðlegu málefni og sum viðfangsefni skipta suma miklu máli en aðra ekki.   

UNRIC leggur áherslu á þrjá alþjóðlega daga í mars.  Fyrstan skal telja Alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars sem að þessu sinni helgaður upprætingu ofbeldis gegn konum. Í annan stað Alþjóða vatnsdaginn 22. mars og í þriðja lagi nýjan alþjóðlegan dag sem mér er sérstök ánægja að halda upp á : alþjóða hamingjudaginn 20. mars!

Það var Bútan sem lagði til við Sameinuðu þjóðirnar að tileinka þennan dag, ár hvert, hamingju í heiminum. Við hlökkum til að heyra ykkar hugmyndir um hvernig halda skuli upp á daginn. 

Ég vil svo minna á í sambandi við vatns- og kvennadaginn að við hér hjá UNRIC höfum haldið tvær auglýsingasamkeppnir um þessi mál og öllum er heimilt að nota auglýsingarnar sem bárust í keppnirnar:

http://www.unric.org/slideshow/2011/ | http://www.unric.org/slideshow/2012/

 Og að síðustu: 27. febrúar síðastliðinn lést Stéphane Hessel, einstakur mannvinur og sannur vinur Sameinuðu þjóðanna.

Afsane Bassir-Pour, forstjóri UNRIC.