Milljarður gegn ofbeldi

0
436

Harpa vday

15. febrúar 2013. Þúsundir manna um alla Evrópu og enn fleiri um allan heim tóku þátt í “femíniskri flóðbylgju” í gær.

Stefnt var að því að einn milljarður tækju dansspor um allan heim til að sýna  konum og stúlkum stuðning og krefjast þess að kynbundið ofbeldi heyri sögunni til.
Tvö þúsund og eitt hundruð manns fylltu Hörpuna eða eitt komma sjötíu og fimm prósent Reykjavíkurbúa.

Í Brussel var fín þátttaka í aðgerðum við La Monnaie en alls tóku 203 lönd þátt í V-dags aðgerðunum. Ítalir flykktust á Spænsku tröppurnar í Róm og dansað var í 7 öðrum borgum. Aðgerðir voru í um hundrað þýskum borgum frá Buxtehude til Berlínar og  Deggendorf til Dortmund.   

Vigga

 

Myndir frá Hörpunni þar sem Vigdís forseti lét ekki sitt eftir liggja.

Í New York fylktu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sér undir merki herferðar framkvæmdastjórans “Sameinuðu til að uppræta ofbeldi gegn konum ( UNiTE to End Violence Against Women). Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri samtakanna sagði: “Hvert einasta okkar hefur hlutverki að gegna. Karlar verða að viðurkenna konur sem jafningja sína og sýna konum samstöðu í baráttunni við voðaverkin. Það gagnast öllu samfélaginu þegar karlar og konur sameinast og rísa upp í sameiningu.”
Aðgerðir í hverju landi fyrir sig tóku mið af staðháttum. Í Þýskalandi eru aðeins 12.7% ofbeldismanna dregnir fyrir dóm og því beindist kastljósið að réttarkerfinu.  Í Birmingham í Bretlandi saumuðu baráttumenn klæði úr bútum sem hver og einn var tákn fyrir hvert barn og konu sem misnotað er í Vestur-Miðlöndunum ensku.

Myndir: UN Women/Íslandi