Minni sóun matvæla er í allra þágu

0
450

tomato

6.júní 2013. Forkólfar Sameinuðu þjóðanna birtu í gær áskoranir um að dregið yrði úr sóun matvæla, jafnt á framleiðslu sem neyslustigi, en ári hverju fara milljónir tonna matvæla til spillis.

 Kastljósinu var beint að þessu málefni í gær á Alþjóða umhverfisdeginum sem var helgaður Think.Eat.Save herferð samtakanna.

Þessa stundina tapast að minnsta kosti þriðjungur matvæla á leiðinni frá býli að borði. “Þetta er móðgun við þá sem líða hungur og á sama tíma er sóað orku, landrými og vatni,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af umhverfisdeginum.

 

Samkvæmt rannsókn sem birt var í gær á vegum UNEP, Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka þann fjölda hitaeiningu sem þarf til að fæða heimsbyggðina um 60% fyrir árið 2050 miðað við 2006.

„Það er ótrúlegt en satt en nú á 21.öld tapast nærri 25% allra hitaeininga sem tengjast ræktun og framleiðslu matvæla á leiðinni frá býli að borði,“ segir Achim Steiner, forstjóri Umhverfisáætlunar sameinuðu þjóðanna (UNEP). » Þessi matvæli gagnast ekki fólki og orka, vatn og gróðurmold hefur verið notuð til einskis í heimi þar sem skortur er á náttúruauðæfum og umhverfisvandamál, á borð við loftslagsbreytingar, eru landlæg, ».

UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna ýtti í gær úr vör auglýsingasamkeppni en sá sem hannar bestu auglýsinguna til að hvetja til minni sóunar matvæla, fær 5.000 evrur í verðlaun. Sjá hér.