Mýrakaldan kvödd?

 

2013 4 newsletter Baby behind mosquito net USAID Wendy Stone
Apríl 2013. Alþjóðlegur dagur mýraköldunnar – malaríu – er haldinn ár hvert 25. apríl og er vígorð dagsins að þessu sinni : Fjárfestum í framtíðinnni. Sigrum mýrakölduna.

Andstæðingurinn er ekki auðunninn, en hann er ekki ósigrandi!

Raunar var mýrakalda landlæg í norður Evrópu fram um miðbik tuttugustu aldar. Frá þeim tíma hefur henn verið nánast útrýmt í Evrópu, þó nokkkur tilfelli finnist enn í suðausturhluta álfunnar.

Baráttan gegn mýraköldu hefur líka verið sigursæl víða annars staðar í heiminum. Sums staðar hefur þetta gerst “sjálfkrafa” eftir því sem lífskjör og heilsugæsla hafa batnað, auk þess sem sums staðar hefur skordýraeitur átt þátt í þróuninni.

Engu að síður er mýrakalda enn bráðdrepandi. Afríka og sumir hlutar suður Asíu, sérstaklega Indland, eru nú einu heimshlutar þar sem mýrarkalda er enn alvarlegt vandamál en þar grandar hún á milli hálfri til einnar milljónar manna á ári hverju og eru flest fórnarlömbin börn yngri en fimm ára.

Hitabeltið hentar móskítóflugum sem bera með sér mýraköldu betur en til dæmis Norðurlöndin, þar sem þær þrífast ekki utan hlýrra og rakra staða. En þökk sé vísindunum vitum við nú að líka er hægt að uppræta mýraköldu í hitabeltinu. Hægt er að hindra og lækna mýraköldusmit; tæknin er til staðar og vilji er allt sem þarf.

Raunar hefur mikill árangur náðst frá því um síðustu aldamót. Talið er að nýjar aðferðir og bætt meðferð hafi fækkað mýraköldutilfellum um 274 milljónir og 1.1 milljón mannslífa verið bjargað frá 2001 til 2010. Hlutfall þeirra fjölskyldna í Afríku sunnan Sahara sem eiga að minnsta kosti eitt móskító-varnar tjald hefur aukist úr 3% í 53% frá árinu 2000.

Dreifing slíkra tjalda er talin skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að hindra mýraköldusmit. Með þessu móti er hægt að fækka smiti um helming þar sem mýrakalda er landlæg. Ekki aðeins duga þau í baráttunni gegn þessum vágesti, heldur eflir þetta þróun og efnahagslíf því fólk er síður veikt og lasburða. Talið er að áhrif mýraköldu megi séu tapaðar tekjur að andvirði 12 milljörðum Bandaríkjadala árlega í Afríku. Í sumum ríkjum rennur 40% þess fjár sem varið er til heilbrigðismála til mýraköldulækninga.

Þrátt fyrir árangurinn hefur hægst á dreifingu móskító-varnar tjalda undanfarin tvö ár. In 2010 var 145 milljónum tjalda dreift í Afríku sunnan Sahara en aðeins 66 milljónum 2012. Netin duga í þrjú ár og því er þetta áhyggjuefni.

Hægt er að bjarga fjölda mannslífa með því að einbeita sér að minnst þróuðu ríkjunum en 80% dauðsfalla eru í aðeins 14 ríkjum

Sum Norðurlandanna hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Norskir vísindamenn starfa til dæmis náið með eþíópískum starfsbræðrum til að spá fyrir um hættu af mýrrköldu og er notast við model sem notuð hafa verið á loftslagsbreytingar. Aðrir norskir vísindamenn eru að gera tilraunir með móskítóvarnarnet í Tansaníu.

Öflugt alþjóðlegt starf fer fram við Kaupmannahafnarháskóla við að rannsaka mýraköldu, þróa ný lyf, kanna ónæmiskerfi og bólusetningar.