Nansen-verðlaunahafi lætur drauminn rætast

0
544
Aqueela main

Aqueela main

12.desember 2016. Skólaganga afganskrar stúlku á borð við hina þrettán ára gömlu Palvashey, sem er flóttamaður í afskekktu þorpi í Pakistan, endar yfirleitt á fjórtánda afmælisdeginum.

Skólinn er í þorpinu Kot Chandana er í bráðabirgðahúsnæði sem áður hýsti helsugæslustöð. Fimm herbergi eru til umráða og húsgögn eru af skornum skammti. Þrengsli og skortur á kennslugögnum hefur það í för með sér að kennarar anna ekki nema kennslu hinna yngstu og því verða eldri börnin af kennslu frá og með áttunda bekk. En allt þetta horfir til betri vegar

Aqueela BAfganska kennslukonan Aqeela Asifi, hefur notað stóran hlut af verðlaunafé sem hún fékk þegar hún hlaut Nansen flóttamannaverðlaunin á síðasta ári í að stækkta skólann. Hún fékk verðlaunin fyrir frumkvöðulsstarf sitt í að mennta ungar flóttastúlkur.

„Nemendur mínir kvörtuðu alltaf undan því að verða að hætta námi svo snemma sem raun ber vitni,“ sagði Aqeela þegar nýi skólinn var vígður í september síðastliðnum. „Nú getum við látið þennan draum rætast.“

Aqueela cAqeela fjárfesti tvo þriðju hluta af 100 þúsund dala verðlaunafénu í að koma upp þremur nýjum kennslustofum, snyrtingu og fullbúinni vísinda-tilraunastofu. Og nú í fyrsta skipti geta stúlkur haldið áfram níunda árið í skólanum. Nýir kennarar hafa verið ráðnir, bækur og kennslugögn keypt og skólastofur búnar borðum, stólum og töflum. Þetta gerir Palvashey kleift að halda áfram í níunda bekk. „Enska er að vísu uppáhaldsfagið mitt, en ég vil verða læknir og bjarga mörgum mannslífum,“ segir hún.

Flóttamannavandinn í Afganistan og Pakistan er eitt elsta vandamál þessarar tegundar í heiminum. 1.34 milljónir Afgana eru landflótta í Pakistan og um helmingur eru börn. Sérfræðingar telja að menntun skipti miklu máli eigi að takast að koma fólkinu heim á árangursríkan hátt og aðlaga það heimalandinu. Samkvæmt skýrslu sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) gaf út í september getur meir en helmingur þeirra flóttamanna sem stofnuninni ber að sinna, eða 3.7 milljónir barna á skólaaldri, ekki gengið í skóla.

1.75 milljón barna flóttamanna ganga ekki í grunnskóla og 1.95 milljón ungmenna eru ekki í framhaldsskóla. Fimm sinnum líklegra e rað börn flóttamanna gangi ekki í skóla en gengur og gerist í heiminum. Aðeins örfáir, 1%, halda áfram til frekara náms.

Stækkun skólans í Kot Chandana markar tímamót fyrir Aqeela, sem flúði Kabúl, höfuðborg Afganistan með eiginmanni og tveimur litlum börnum árið 1992. Hún var aðeins 26 ára þegar þau fengu skjól í flóttamannabúðum í afskekktu héraði Punjab-héraðs í Pakistan og hafði ekki minnsta grun um að hún myndi eyða næstu áratugum sem flóttamaður.

Aqeela hóf kennslu í lánstjaldi og notaðist við handskrifaða texta en nú hefur hún stuðlað að því að eitt þúsund stúlkur hafa notið kennslu í átta vetur.

Og nú hefur Aqeela sjálf þokast einu skrefi nær því að láta sinn eigin draum rætast. Hana dreymir um að snúa aftur heim til Afganistan og hjálpa flóttamönnum sem hafa snúið aftur heim að skjóta nýjum rótum. Hún ætlar að eyða því sem eftir er af Nansen-verðlaunafénu í að stofna óformlegar kennslumiðstöðvar í Kabúl fyrir börn sem hafa misst af skólagöngu í útlegðinni.

„Ef maður vill hjálpa fólki, þá held ég að menntun sé besta þjónusta sem hægt er að veita í samfélaginu,“ segir Aqeela.

Myndir: © UNHCR/Sara Farid