Neyðarhjálp löguð að loftslagsbreytingum

0
448

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu í dag af stokkunum herferð til að vekja athygli á afleiðingar loftslagsbreytinga í mannúðarmálum. Hvatt er til þess að viðbrögð við hamförum verði bætt í ríkjum sem líklegust eru til að verða fyrir barðinu á ofsafengnu veðurfari.

“Þessi herferð er til marks um gríðarlegar áhyggjur okkar af hinum mannlega þætti loftslagsbreytingar,” sagði John Holmes, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála og samræmandi neyðarhjálpar.

“Í sérhverri trúverðugri framtíðarsýn verður að gera ráð fyrir því að loftslagsbreytingar knýja á aukin úrræði í mannúðarmálum. Við sjáum nú þegar afleiðingarnar, bæði fjölda fólks sem verður fyrir barðinu á afleiðingunum og aukinn kostnað við aðstoð.” 

Margir telja loftslagsbreytingar vanda framtíðarinnar, en í mannúðarmálum sjást afleiðingarnar nú þegar. Á síðustu tuttugu árum hefur fjöldi hamfara tvöfaldast (úr 200 í meir en 400 á ári). Hamförum af völdum flóða hefur fjölgað mjög mikið eða úr um 50 árið 1985 í 200 árið 2005 og herja á stærri svæði en fyrir 20 árum.

Á tímabilinu 1988-2007, hafa 75% allra hamfara tengst veðurfari og í þeim létust 45% þeirra sem týndu lífi í hamförum og til þeirra má rekja 80% efnahagslegs skaða. OCHA, samræmandi neyðarhjálpar SÞ gaf út fleiri áköll um neyðaraðstoð vegna skyndilegra náttúruhamfara árið 2007 en nokkri sinni fyrr eða 15. Þetta voru fimm fleiri áköll en nokkru sinni áður á einu ári  og öll nema eitt áttu rætur að rekja til veðurfarslegra þátta.

 “Það er hérmeð orðið forgangsatriði hjá okkur að bregðast við sífellt fjölgandi öfgakenndum atburðum sem rekja má til loftslagsins. Þetta hefur í för með sér kerfisbundnar breytingar á starfi okkar,” sagði John Holmes.