Norðmenn í forsæti Öryggisráðsins

0
569
Mona Juul fastafulltrúi Noregs lengst til hægri (í rauðu) við athöfn þegar Albaníu, Brasilía, Gabon, Gana og Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku sæti í ráðinu.

Noregur settist í forsæti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um áramót. Aðildarríki ráðsins, fimmtán að tölu, skiptast á að sitja í forsetastól mánuð í senn.

Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs kynnti í gær áherslur Norðmanna í ráðinu næsta mánuðinn.

„Við munum beina kastljósinu sérstaklega að hlutverki kvenna í friðarviðleitni og vernd óbreyttra borgara. Þá munum við fylgja eftir margslungnu ástandi í ríkjum á borð við Afghanistan, Sýrlandi og deilu Ísraela og Palestínumanna,” sagði Huitfeldt.

Utanríkisráðherrann sagði að Noregur myndi sækjast eftir að efla norska hagsmuni og gildi og leita leiða til að finna sameiginlegar lausnir með viðræðum og samvinnu við önnur aðildarríki Örygisráðsins.

Raddir fórnarlamba heyrist

Mona Juul sendiherra

„Við ætlum að bjóða fulltrúum borgaralegs samfélags til fundar við ráðið nokkrum sinnum,” sagði fastafulltrúi Noregis Mona Juul.

„Við teljum mikilvægt að láta raddir þeirra heyrast sem verða fyrir barðinu á ofbeldi og átökum. Margir þeirra fjá sjaldan tækifæri til að taka þátt í pólitísku ferli. Þetta er vettvangur þar sem skoðanir þeirra fá að heyrast hvarvetna.”

Auk þess að leiða starf Öryggisráðsins í verkefnum sem snúa að alþjóðlegum friði og öryggi, mjun Noregur skipuleggja sérstaka “þemafundi” um forgangsmál landsins. Forsætis- og utanríkisráðherrar Noregs munu stýra sumum fundanna.

Sjá nánar hér og hér