A-Ö Efnisyfirlit

Norðmenn styðja viðbrögð SÞ við kynferðislegu ofbeldi í stríði

Þúsundir stúlkna af Yazidi kyni voru hnepptar í þrældóm af íslamska ríkinu svokallaða árið 2014. Sama ár rændu Boko Haram hryðjuverkasamtökin 276 stúlkum og neyddu þær í hjónaband með meðlimum sínum.

Þetta eru ekki einu dæmin um kynferðislegt ofbeldi í hernaði á síðustu árum. Í Kongó hefur kynferðislegt ofbeldi verið hluti af valdbeitingu í átökum síðustu áratugi. Í Sómalíu hefur stúlkum og konum verið rænt og þær þvingaðar í hjónaband eða sæta hópnauðgunum af hálfu vopnaðra vígamanna.

Kynferðislegt ofbeldi í hernaði
Konur í friðargæsluliði SÞ frá Suður Afríku á eftirlitsferð í norður Kivu í Kongó.

Allar þessar konur og stúlkur eru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í hernaði. Þetta hugtak vísar til nauðgana, kynferðisþrældóms, þvingaðs vændis, þungana og ófrjósemisaðgerða auk  hvers kyns annars álíka grófs kynferðislegs ofbeldi gegn konur, körlum, stúlkum og drengjum sem beint eða óbeint er hluti af vopnuðum átökum.

Kynferðislegt ofbeldi er vopn sem beitt er til þess að grafa undan stöðugleika samfélaga því slíkt ofbeldi veldur skelfingu hjá einstaklingum, er talinn smánarblettur og veldur miklu uppnámi í fjölskyldum og samfélögum.

Slíkt ofbeldi hefur sögulega verið talinn óumflýjanlegur fylgifiskur stríð og ekki glæpur sem sætir málsókn.

Kynferðislegt ofbeldi í hernaði
Öryggisráð SÞ ræðir kynferðislegt ofbeldi í hernaði.

Árið 2008 lýsti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yfir að kynferðislegt ofbeldi í hernaði fæli í sér ógn við öryggi og hindrun í endurreisn friðar.

Þessi ályktun markaði tímamót og algjöra viðhorfsbreytingu til þess hvernig litið var á kynferðislegt ofbeldi. Nú eru litið svo á að hægt sé að hindra slíka glæpi og þeir eru refsiverðir samkvæmt alþjóðalögum. Þeir kunna að flokkast sem stríðsglæpir, glæpir gegn mannkyninu eða liður í þjóðarmorði.

Síðastliðinn áratug hefur athyglin beinst í sívaxandi mæli að kynferðislegu ofbeldi sem vopni í hernaði. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér fyrir því að vekja fólk til vitundar, hjálpa fórnarlömbum, hindra slíka glæpi og láta gerendur sæta ábyrgð. Hins vegar er mikið ógert

Forvarnir eru þessa stundina eitt helsta markmið baráttunnar við að uppræta kynferðislagt ofbeldi tengt átökum.

Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna eru sendar til þeirra staða þar sem almenningur er talinn í mestri hættu og ríkisvald er veikburða. Friðargæsluliðar gegna mikilvægu hllutverki í að fygljast með og skýra frá málum sem flokkast undir kynferðislegt ofbeldi í átökum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa með stuðningi frá Noregi gefið út handbook fyrir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Handbókinn er ætlað  að vera grundvöllur víðtækrar, samstilltrar og markvissrar viðspyrnu gegn ofbeldi af þessu tagi.

„Nýja handbókin er raunhæfur vegvísir á vettvangi til þess að hindra og svara átakatengdu kynferðisofbeldi,“ sagði Jean-Pierre Lacroix framkvæmdastjóri Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þegar handbókin var kynnt 5.júní.

„Hún mun meðal annars vera notuð við rannsókn og til að refsa fyrir slíkt ofbeldi og til að hjálpa fórnarlömbunum.“

„Kynferðislegt ofbeldi er ekki aðeins eyðileggjandi fyrir fórnarlömbin heldur einnig fjölskyldur og samfélög í marga ættliði,“ sagði Ine Marie Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregs.

„Gerendur sleppa allt of oft við refsingu á meðan fórnarlömbin þurfa að lifa lífi sínu með andleg og líkamleg ör og sársauka í mörg ár. Þess vegna ber viðspyrnu við kynferðislegu ofbeldi að vera hluti af öryggis- og friðarviðleitni okkar.“

Alþjóðlegur dagur til upprætingar kynferðislegs ofbeldis í hernaði hefur verið haldinn ár hvert 19.juní frá árinu 2015. Markmiðið er að vekja fólk til vitundar um þennan málaflokk.

„[Kynferðislegt ofbeldi í hernaði] skekur heilu samfélögin, hrindir af stað ofbeldishrinum og ógnar alþjóðlegum friði og öryggi,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni alþjóðlega dagsins. „Á þessum Alþjóðlega degi til höfuðs kynferðislegu ofbeldi í hernaði skulum við sýna fórnarlömbunum samstöðu, við skulum heita því að hlýða á mál þeirra og nýta reynslu þeirra við að taka réttar ákvarðanir.“

 

 

 

 

 

 

Fréttir

Vertu með í að skapa tjáknið

Alþjóðlegur dagur ungs fólks er 12.ágúst en til að leggja áherslu á mikilvægi ungmenna í heiminum í dag hafa Sameinuðu þjóðrnar helgað þeim allan ágústmánuð. Til þess að fylkja liði hefur ungt fólk verið beðið um tillögur að tjákni (emoj) til að fylgja mylluymerkinu #YouthLead.

Ríki heims styðja Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið hvíldarlaust að því að koma þeim til hjálpar sem um...

Að berjast gegn hungri í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Matvæla...

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Álit framkvæmdastjóra