Norðurslóðir: spáð hlýrra sumri en að meðaltali

0
603

Hiti lofts og yfirborðs sjávar verður hærri en að meðaltali á stærstum hluta Norðurslóða í júní, júlí og ágúst 2021. Þetta er niðurstaða sumarspár sem sett er fram í kjölfar 7.Lotslagsþings Norðurslóða sem Veðurstofa Íslands hélt í lok maí. 

Hitastig á Norðurslóðum eða á svæðinu í kringum norðurskautið heldur áfram að hlýna tvöfalt meira en að meðaltali á jörðinni. Árlegur lofthiti síðustu fimm ár (2016–2020) á Norðurslóðum (60°–85°N) hefur mælst sá hæsti á því tímabili sem mælingar ná yfir eða frá 1936-2020.
Bæði yfirborð og magn hafíss frá september til nóvember 2020 mældust næst minnst (á eftir 2012) frá því farið var að nota gervihnetti til að fylgjast með 1979.

Helstu atriði

Hærri yfirborðs-lofthiti yfir Norðurlöndum og Norður-Íshafi stuðluðu að því að ís var á heildina litið minni 2020-2021 á hafinu á Norðurslóðum. Mismunur var á milli mánaða og svæða. Þannig stuðluðu nokkur “kuldaköst” á Norðurlöngudum, vestur-Síberíu ogh í Alaska til þess að ís jókst um tíma.

Hitastig

Yfirborðs-lofthiti í febrúar, mars og apríl var undir meðallagi í Síberíu og Alaska, en hærri en venjulega á Grænlandi, Svalbarða og í norður-Íshafi. Búist er við að hitastig, þar á meðal yfirborðshiti sjávar verði hærri en í meðallagi á stærstum hluta Norðurslóða sumarmánuðina þrjá; júní, júlí og ágúst.

Hafís: Mælingar í mars 2021 bentu til að yfirborð hafís væri sjöunda minnsta á Norðurslóðum frá 1979 að allega vegna ísleysis í Beringsundi, Barentshafi og við austurströnd Kanada. Búist er við að ís verði álíka og í meðallagi eða heldur minni á öllum Norðurslóðum og ísinn brotni upp fyrr eða álíka og í meðallagi á stærstum hluta svæðisins.

7.Loftslagsþing Norðurslóða (7th Arctic Climate Forum (ACF-7)) var haldið með fjarbúnaði 26.-27.maí og var Veðurstofa Íslands gestgjafi í samvinnu við ArcRCC-Network og WMO, Alþjóða veðurfræðistofnunina.