Noregur heldur fast í há framlög til SÞ

0
421

Ban og Erna

25. október 2014. Norska stjórnin hefur ekki í hyggju að lækka framlög til Sameinuðu þjóðanna um 20% eins og norskir fjölmiðlar höfðu greint frá.

Norska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem borin er til baka fréttastofufrétt um fimmtungs niðurskurð. Þessi fregn var birt i mörgum fjölomiðlum, þar á meðal á vefsíðu UNRIC. Í fjárlagafrumvarpi norsku stjórnarinnar er miðað við að framlög til einstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna «séu að minnsta kosti jafnt há og í fjárlögum líðandi árs», eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Það eru engu að síður breytingar innan frumvarpsins því skornar eru niður fjárveitingar til Þróunarstofnunar SÞ (UNDPI) um 50 milljónir norskra króna (920 milljónir íslenskra króna). Eða úr 701 milljón í 660 ( tæpir 13 milljarðar í um 12.1) «Þrátt fyrir þetta er Noregur enn á meðal gjöfulustu þjóða í framlögum til UNDP», segir norska utanríkisráðuneytið. Á hinn bóginn eykur Noregur framlög til Matvælaáætlunar SÞ (WFP, (World Food Programme)) sem nemur 42 milljónum norskra króna (772 ísl.kr.) og skyldu-aðildargjöld Norðmanna til sjálfra Sameinuðu þjóðanna hækka um 6.5 milljónir norskra króna ( 117 milljónir ísl.kr.)

Mynd : Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ásamt forsætisráðherra Noregis Erna Solberg á fundi í tengslum við Allsherjarþing SÞ, 25.september 2014. SÞ-mynd/ Amanda Voisard.