Norðurlandabúi mánaðarins: Åsa Andersson

0
426

Nordic month UNFPA

Júní 2014. Norðurlandabúi mánaðarins að þessu sinni er reynslubolti af vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Åsa Andersson er alþjóðlegur þróunarsérfræðingur sem hefur meir en 20 ára reynslu af starfi við opinbera heilsugæslu, greiningu á heilbrigðismálastefnu og ýmsu öðru hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna á borð við UNAIDS, UNICEF og UNESCO, auk milliríkjastofnana og frjálsra félagasamtaka. Nú starfar hún hjá Mannfjöldastofnun SÞ (UNFPA) við að samræma verkefni í suðurhluta Afríku á sviði HIV og tengsla við kynheilbrigði og barnsfæðingar.

Hún byrjaði að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1995 á vegum sænsku stjórnarinnar sem svokallaður ‘Junior Professional Officer’ hjá UNESCO í Nýju Dehli á Indlandi.

–Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá þér hjá UNFPA?
Frá því í janúar 2012 hef ég unnið sem verkefnisstjóri verkefnis sem Evrópusambandið fjármagnar í sjö löndum í suðurhluta Afríku við að efla heilbrigðiskerfið, sérstaklega með það í huga að bjóða upp á samþætta heilsugæslu sem nær jafnt til barneigna og kynheilsu.  Tímarnir eru breyttir frá því HIV faraldurinn var sem skæðastur. Nú þarf að fást við HIV sem krónískan langtímasjúkdóm. Við höfum ekki lengur efni á þeim úrræðum sem notuð voru í upphafi. Sem verkefnisstjóri ber ég ábyrgð á að skipuleggja, fylgja eftir niðurstöðum verkefna, skrifa skýrslur og meta áætlanir.

Þannig að ég sit að mestu við tölvuna með mínum sjö verkefnishópum eða öðru starfsólki hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég ferðast einu sinni í mánuði, annað hvort til verkefnislandanna eða tek þátt í fundum og ráðstefnum.“

–Þú hefur starfað í ýmsum hlutum Sameinuðu þjóða-kerfisins og í mörgum löndum. Hvar og hvenær þurftir þú að glíma við stærstu áskoranirnar?
Já það er rétt að ég hef unnnið við ýmis verkefni á sviði opinberrar heilsugæslu, jafnrétti kynjanna og mannréttinda hjá 4 stofnunum SÞ og í ýmsum löndum í Suður Asíu og Suður Afríku.Það sem hefur snert mig dýpst eru verkefni sem fjalla um mansala, sérstaklega í kynferðislegu skyni. Í slíkum málum verður maður að leysa vandamál sem eiga rætur í miklu ofbeldi, harmleikjum og standa djúpum rótum. En almennt séð eru þróunarmál margslungin og erfið.
lösa. Men att jobba med utvecklingsfrågor överhuvudtaget är komplext och fyllt med utmaningar.

– Telurðu að þú hafir eitthvað norrænt eða sænskt fram að færa í starfi þínu?
Ég vona það. Ég vona að sænsk gildi á borð við jafnrétti, réttlæti og samstöðu fylgi mér í starfi. Ég vona að reynsla mín af XXXXXX, áhersla okkar á að ná samstöðu þegar samstarf, ákvarðanataka og lausn deilna er annars vegar. Þetta bætir vinnuumhverfið.“