Norðurlandabúi mánaðarins: Olav Kjørven

0
509

OlavKjorven / UN Photo

Norðmaðurinn Olav Kjørven var nýlega á ferðinni í Brussel til þess að kynna árlega skýrslu UNDP um mannlega þróun sem að þessu sinni var helguð uppgangi ríkja í suðri/the Human Development Report 2013 – The Rise of the South and the post-2015 development agenda.) Kjørven, var áður pólitískur ráðuneytisstjóri í norska þróunarráðuneytinu og naut starfsins þegar kallið kom frá þáverandi forstjóra Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Mark Malloch Brown. Hann var beðinn um að sækja um stöðu forstjóra umhverfis- og orkumáladeildar UNDP. Nú átta árum síðar er Kjørven, aðstoðarframkvæmdastjóri og stýrir stefnumótun í þróunarmálum hjá UNDP.

Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá þér?

Venjulega líður dagurinn hratt á mörgum fundum innan stofnunarinnar. Það liggur í eðli starfsins að að það er nauðsynlegt að drífa starfið áfram og taka ákvarðanir á fundum. Því næst er það í mínum verkahring að ræða við hinar raunverulegu „Sameinuðu þjóðir“: aðildarríkin til að ræða ýmis málefni, til dæmis hvað taki við eftir 2015 þegar Þúsaldarmarkmiðunum á að vera náð. Ég kynni hugmyndir og tilllögur UNDP og aðildarríkin hlusta eða ekki, eftir atviku!

Þetta er skrifræðisbákn – stór stofnun- þannig að það þarf að takast á við mörg innri málefni. En ég reyni að einblína eins mikið og hægt er á hið raunverulega starf UND, sem er að vinna að framgangi þeirra málefna sem við teljum líklegust til að efla þróun. Ég ferðast líka mikið og er sennilega fjórðung tímans á ferðalögum annað hvort til þróunarríkjanna eða ríkja í norðri, eins og hér í Brussel. Við reynum að sannfæra þau ríki um að UNDP séu góð samtök sem það sé þess virði að fjárfesta í.

Nýlega hófst niðurtalning þegar þúsund dagar voru til stefnu til að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Hver er mesti árangurinn af þeirri áætlun, að þínu mati?

Fyrir um það bil einu ári var ég svo heppinn að ferðast til Eþíópíu. Ásamt starfsólki annara stofnana Sameinuðu þjóðanna, heimsótti ég afskekkt þorp í Amhara-héraði sem er svo fátækt svæði að fæstir ganga í skóm. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá nýjar heilsugæslustöðvar. Konur af staðnum höfðu verið þjálfaðar í grundvallaratriðum heilsugæslu. Þessa konur voru af fyrstu kynslóð kvenna sem sækja skóla og voru því læsar og skrifandi. Af þeim sökum var hægt að kenna þeim grundvallaratriði hjúkrunar.

Þessar hjúkrunarkonur unnu dag og nótt við að hjálpa sjúkum og lasburða. Afleiðingin var sú að mæðradauði (Þúsaldarmarkmið númer fimm) var farinn að minnka. Sama máli gegndi um barnadauða (Þúsaldarmarkmið númer 4.) Merkjanlegur árangur var sjáanlegur í baráttunnni gegn berklum og HIV/Alnæmi (Þúsaldarmarkmið númer 6). Og allt þetta fól líka í sér framgang í því að jafna stöðu kynjanna (Þúsaldarmarkmið númer 3.)

Það sem mér fannst áhugaverðast í þessu þorpi, var að fólk vissi um Þúsaldarmarkmiðin og gátu þulið upp öll átta, eins og ekkert væri.
Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að það vaknar ekki 1.janúar 2016 án þess að nein alþjóðleg stefnummið verði í þróunarmálum. Slíkt væri svik við þessar konur og hreinasta skelfing fyrir alþjóðasamfélagið.“

Telurðu að Norðurlönd hafi einhverja sérstaka þekkingu eða reynslu til grundvallar stefnumótun eftir 2015?

Það er enginn vafi á því! Ég held að Norðurlandabúar eigi almennt að vera ánægð með sitt framlag til þróunarmála undanfarin fjörutíu ár eða svo. Ekki allt hefur virkað og fé hefur stundum verið varið illa, en þegar eins og sjá má í skýrslunni okkar í ár Human Development Report) hefur þróunarstarf almennt skiliað sér í miklum meirihluta þroúnarríkja og meira en við þorðum að vona. Það er alls ekki eina ástæðan en þróunarsamvinna hefur skipt miklu máli.

Norðurlöndin ættu að halda fast við starfið eftir 2015, því þau hafa hlutverki að gegna. Ef litið er á listann yfir mannlega þróun þá sjáum við líka að Norðurlöndin eru ofarlega. Þau eru þau ríki þar sem minnstan ójöfnuð er að finna og því er samheldni samfélaganna mikill, að minnsta kosti hlutfallslega, miðað við önnur ríki í heiminum. Og þau láta mikið af hendi rakna til þróunarmála. Ég held að það sé sennilega einhver tengsl á milli þessa tveggja hluta – samheldin samfélög vilja hjálpa löndum sem eru ekki eins lánsöm og þau.

Hverjar hafa verið mestu áskoranirnar á ferli þínum hjá Sameinuðu þjóðunum?

Ein þeirra er að hrinda hlutum í framkvæmd við flóknar aðstæður. Við störfum innan stórra samtaka og það verður að hlíta tilteknum reglum skrifræðisins að aðferðir sem ber að virða. Stundum gerir þetta mjög erfitt fyrir að ná samkomulagi um að gera hlutina öðruvísi. Að auki eru þetta milliríkjasamtök . Jafnvel þótt það takist að fylkja liði innan stofnunarinnar um meiri háttar átak, þá er eftir að virkja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þegar maður beitir sér fyrir meiri háttar breytingum, til dæmis öðru vísi nálgun á mannréttindi eða loftslagsbreytingar í tengslum við þróun, þá þarf að sannfæra nægilega mörg aðildarríki um ágæti hugmyndarinnar og það tekst ekki alltaf.

Á hinn bóginn eru áhrifin mikil þegar okkur tekst vel upp, eins og raunin er með Þúsaldarmarkmiðin um þróun. Þegar ríki stillla saman strengi stefnumiða og fjárframlaga þá verða róttækar breytingar. Og þess vegna getur það verið göldrum líkast að vinna að þróunarmálum innan Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mikil vinna og stundum sést lítill árangur en allt í einu verða miklar breytingar í mörgum ríkjum á sama tíma. Það er þess virði að uppskera árangur erfiðisins og gerir starfið ánægjulegt.“

Þú hefur unnið við þróunarmál í meir en 20 ár; hvaðan færðu orkuna?

Ég borða heilnæman morgunverð! Nei ég veit það ekki. Ég held að uppspretta orkunnar liggi djúpt í mér. Sennilega eru það fyrir áhrif foreldra minna á mig á unga aldri að það sé bæði skylt og möguelgt að hafa áhrif til góðs í heiminum. Það sé bæði hægt og þess virði að reyna. Maður hugsar ekki á þessum nótum daglega en þessi hugsun er ómeðvituð en þó aldrei langt undan. Ég held að þessi barnslega hugsun gefi mér þá orku og þrjósku sem ég þarf á að halda til að halda áfram baráttunni.