Norðurskautið : Fyrirmyndar samvinna

0
581
Greenland UN Flags

 Greenland UN Flags

15.ágúst 2016. Það var engu líkara en margir vöknuðu upp við vondan draum árið 2007 þegar fréttir bárist af því að Rússar hefðu látið reisa rússneskan fána á hafsbotni undir Norður-pólnum.

 „Við lifum ekki á fimmtándu öld,“ sagði Peter Mackay, þáverandi utanríkisráðherra. „Menn fara ekki um heiminn, flagga og segja: „Ég á þetta land.““brightly coloured houses1

Í kjölfarið heyrðust dómsdagsspár eins og hjá fræðimanninum Scott Borgerson í hinu virta bandaríska riti „Foreign Affairs“, sem sagði baráttu í uppsiglingu og líkti ástandinu við „kapphlaupið mikla-the Great Game“, þegar Bretar og Rússar bitust um yfirráð í mið-Asíu á 19.öld.

Greenland UN foot printBorgerson dró upp dökka mynd og sagði að á næstu árum fengist úr því skorið hvort farið yrði með friði, lögum og reglu eða hvort þessi heimshluti yrði stjórnleysi að bráð, þar sem hnefarétturinn myndi ráða.

Fræðimenn á borð við Val Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands hafa vísað öllu slíku tali um átök á norðurslóðum á bug og talað um „fjölmiðlafár, pólitískt málæði og látalæti“, þar sem dregin hafi verið upp „ýkt mynd af auð norðurskautsins og möguleikum til að hagnýta hann, og hugsanlegum átökum.“

Á þeim sjö árum sem liðin eru frá því grein Borgerson birtist hefur alþjóðleg samvinna á þessum slóðum raunar verið að mörgu leyti til fyrirmyndar.
Helsti vettvangur alþjóðlegs samstarfs, Norðurskautsráðið, hefur að vísu takmörkuð völd, en ef vinsældir eru réttur mælikvarði hefur það reynst árangursrík stofnun. Kína og Evrópusambandið lögðu það á sig að há diplómatíska baráttu fyrir því að fá stöðu áheyrnarfulltrúa í ráðinu og reyndust Kínverjar sigursælir á meðan fulltrúar ESB í Brussel máttu játa sig sigraða, í bili að minnsta kosti.

Nuuk in the dark1Strandríkin fimm innan ráðsins, Bandaríkin, Danmörk (fyrir hönd Grænlands), Kanada, Noregur og Rússlands hafa öll lýst yfir að þau muni fara eftir ákvæðum Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS), og það þó Bandaríkin séu ekki aðilar að sáttmálanum. Þegar tilkall einstakra ríkja sem nú liggja fyrir til svæða sem liggja að norðurheimskautinu, hafa verið afgreidd, er talið að 90-95% hafsvæðisins verði innan lögsögu strandríkjanna.

„Góður fréttirnar eru þær að öll aðildarríki Norðurskautsráðsins, þar á meðal strandríkin fimm, eru sammála um leikreglur og að ná beri ákveðnum Greenland UN Kielsen PMmarkmiðum,“ segir Kai Holst Andersen, í utanríkismáladeild grænlensku landstjórnarinnar.

Hann bendir jafnframt á að jafnvel á tímum spennu og deilna á milli einstakra aðildarríkja annars staðar í heiminum, hafi samstarfið innan ráðsins haldið áfram með ágætum.

Engu að síður verður ekki mælt á móti því að Rússland, Danmörk, Noregur og Kanada hafa aukið vígbúnað sinn á svæðinu og Bandaríkin, Kanada og Rússland hafa ekki útilokað einhliða aðgerðir til að verja fullveldishagsmuni sína.

Ein af ástæðum þess að spennu gætir ekki, er sú að ýmsar forsendur dómsdagsspánna hafa ekki rættst. Þótt siglingaleið um norðurheimskautssvæðið hafi verið íslaus í stuttan tíma á síðasta ár, þá er ljóst að hafísinn verður til staðar stærstan hluta ársins. Siglingar hafa ekki aukist til muna, enn sem komið er að minnsta kosti, og frekar dregið úr þeim sökum ófyrirsjáanleika og mikils kostnaðar.

Greenland UN Iceberg2Oft er vitnað til þess mats bandarísku jarðfræðistofnunarinnar að allt að 30% alls náttúrulegs gas og 13% olíu leynist undir botni heimskautsins, auk kola, kopars, demanta, gulls, blýs og sinks.

Olíuverð hefur hins vegar lækkað umtalsvert og borun eftir olíu er ekki lengur talin eftirsóknarverð vegna kostnaður, umhverfisþátta og fleira.

Olíuvinnsla og námagröftur eru hluti af „vegvísis“ Grænlands til sjálfstæðis. Fræðimenn hafa skeggrætt hugsanlegt valdatóm, sem td.Kínverjar gætu fært sér í nyt. Fjárfestingar jafnt Kínverja sem annara hafa hins vegar látið bíða eftir sér og því hefur allt tal um að sjálfstætt Grænland yrði háð Kínverjum reynst staðlausir stafir. Grænland er jú ekki sjálfstætt né hafa neinar kínverskar fjárfestingar skilað sér!

Hvernig 60 þúsund Grænlendingum gætu gætt hinnar gríðarlega stóru strandlengju 2.2 milljón Gian iceb erg1ferkílómetra eyjunnar, er ekki tímabær spurning, því Grænland verður hluti af danska konungsríkinu í fyrirsjáanlegri framtíð og hluti af NATO. Danir hafa nýlega kynnt aukna hernaðarlega- og pólitíska áherslu á norðurslóðir, og hin mikilvæga herstöð Bandaríkjanna í Thule í norður Grænlandi er ekki á förum. Þá taka Grænlendingar þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna, samstarfi inúíta, auk norrænnar samvinnu en vitaskuld ekki Evrópusambandinu sem þeir sögðu sig úr 1985.

Ljóst er að alþjóðleg samvinna verður enn sem fyrr afar mikilvæg fyrir Grænlendinga. „Fyrir okkur í Grænlandi er mikilvægt að vettvangur samvinnunnar standi þjóðum norðurskautsins nærri, eins og raunin er í Norðurskautsráðinu, en það er hugsanlega eina alþjóðastofnun þar sem frumbyggjar hafa fast sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar,“ segir Kai Holst Andersen.

Þessi grein birtist í Norræna fréttabréfi UNRIC ágúst 2016.  

Myndir: 1. Grænlendingar bíða komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ í heimsókn hans 2014. UN Photo/Mark Garten. 2. Þorp. Ásgeir Pétursson. 3. Fótspor. UN Photo/Mark Garten.  4.Húmar hægt að kveldi. Ásgeir Pétursson. 5. Ban Ki-moon, hittir Kim Kielsen, nú forsætisráðherra Grænlands í New York. UN Photo/Eskinder Debebe 6. Ísjaki. UN Photo/Mark Garten. 7. Enn einn ísjaki. Ásgeir Pétursson.