Umdeild viðskipti í Vestur-Sahara

0
439

W.Sahara - Oil Rig - nate2b - CC BY-NC-ND 2.0

Október 2014. Eftir nokkrar vikur er von á olíuborpallinum Atwood Achiever að ströndum Vestur Sahara. Honum er ætlað að bora í leit að olíu og gasi undan ströndum landsvæðisins sem Marokkó hefur hersetið síðan 1975.

Norræn fyrirtæki eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þrátt fyrir mikla andstöðu á Norðurlöndum við að Marokkó nýti sér náttúrulegar auðlindir Vestur-Sahara.
Opinberla telja norrænu ríkisstjórnirnar að nýting Marokkó á auðlindunum sé ólöglega samkvæmt alþjóðalögum, nema með samþykki og í þágu Sahrawi-fólksins, íbúa Vestur-Sahara.
Norðurlönd byggja afstöðu sína á lögfræðilegt álit sem Hans Coréll, þáverandi aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna samdi að beiðni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málið. Í viðtali við norræna fréttabréf UNRIC segist Corell ekki hafa kynnt sér þá samninga sem liggi til grundvallar olíuleitinni og hvernig staðið hafi verið að þeim. Hins vegar segir hann að lögfræðiálitið frá 2001 sé enn í gildi.W.Sahara Corell in 2003. UN Photo Mark Garten

„Eins og fram kom í lagalegu áliti mínu til Öryggisráðsins 29.janúar 2002, þá brýtur leit að og nýting olíu í bága við grundvallarsjónarmið alþjóðalaga ef slíkt brýtur í bága við hagsmuni og vilja íbúa Vestur-Sahara,“ segir Hans Corell. 

W.Sahara - Oil Rig - nate2b - CC BY-NC-ND 2.0Mjög vafasamt má telja að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt. Allir starfandi hópar Sahrawi-fólksins hafa andmælt olíuborun og það hefur stjórn Sahrawi í útlegð einni gert.
Fyrirtækin sem um ræðir hafa ekkert gert til þess að leita álits Sahrawi fólks sem dvelur í flóttamannabuðum en það eru um helmingur íbúanna. Í úttekt (Social Impact Assessmen) á vegum Kosmos orkufyrirtækisins sem á olíuborpallsins er tilvist flóttamannanna ekki viðurkennd.

Norðurlöndin hafa beitt sér innan Sameinuðu þjóðanna, á Evrópuþinginu og víðar á alþjóðlegum vettvangi og andmælt meintri ólöglegri nýtingu auðlinda Vestur-Sahara.
Utanríkismálanefnd danska þingsins varaði dönsk fyrirtæki við því í maí 2014 að hafa viðskiptatengsl við hið hertekna Vestur-Sahara.
En þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar eiga dönsk fyrirtæki í viðskiptum meðvörur frá Vestur-Sahara og hafa samstarf við fyrirtæki sem starfa á hernámssvæði Marokkó. Danska sendiráðið hefur greitt götu danskra fyrirtækja sem vilja starfa með fyrirtækjum í Vestur-Sahara.

Lífeyrissjóður danskra kennara og Sampension-sjóðurinn eiga hlut í Kosmos-fyrirtæknu og Mærsk-stórfyrirtækið á hagsmuna að gæta í olíuboruninni.
Í mars var skýrt frá því að norska fyrirtækið Aker Solutions hefði útvegað mikilvægan búnað í olíuborpallinn Atwood Achiever að andvirði 300 milljóna norskra króna, í andstöðu við stefnu norsku stjórnarinnar sem legst gegn slíkum viðskiptum.
Þar að auki er borpallurinn að verulegu leyti búinn amerísku fyrirtæki sem starfar í Kristiansand í Noregi og hafði einn milljarð norskra króna upp úr krafsinu.

W.Sahara - Romantic Oil Tanker - rabiem22 - CC BY 2.0Skip í sænskri eigu sem sigla undir norskum fána stunda svo flutninga til og frá Vestur-Sahara. Loks hafa norsk olíufyrirtæki stundað ábatasamar jarðskjálftafræðilegar rannsóknir, til dæmis Fugro-Geoteam. 

Deilurnar um nýtingu auðlinda Vestur-Sahara eru ekki nýjar af nálinni. Fiskveiðisamningar ESB og Marokkó mætti mikilli andstöðu, ekki síst á meðal norrænna Evrópuþingmanna em andmæltu því að veitt væri undan ströndum Vestur-Sahara án tillits til réttinda íbúanna. Togarar í íslenskri eigu voru á meðal þeirra sem veiddu úr kvótum Evrópusambandsins í landhelgi Vestur-Sahara.