Norskar stjörnur veifa rauða spjaldinu!

0
437

 Nico og vinz

14.júní 2014. Norski rapp-dúettinn Nico & Vinz hefur gengið til liðs við herferðina «Rautt spjald á barnavinnu» .

Það er ILO, Alþjóða vinnumálastofnunin  sem hefur efnt til þessarar herferðar með Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í huga. Með herferðinni á að vekja athygli á högum 168 barna sem þurfa að vinna í heiminum. «ILO er fremst í víglínunni í baráttunni við að hjálpa þessum börnum,» segir dúettinn í ávarpi sínu  og hvetur alla til að láta sitt ekki eftir liggja.

Öll börn eiga rétt á æsku sinni og að alast upp í kærleiksríku umhvefi, að leika, ganga í skóla og verða smám saman fullorðin. Þetta er ekki raunin hjá 168 milljónum barna sem eru á vinnumarkaðnum í heiminum. Þau má finna á námum og verksmiðjum, í byggingarvinnu og sveitavinnu. Sum eru þvinguð í herþjónustu eða í eiturlyfjasmygl og enn önnur í vændi. Þessi börn fá aldrei að njóta þeirrar barnæsku sem þau eiga skilið.

Farið að fordæmi Nico & Vinz og þúsunda annara og gefið baranvinnu rautt spjald! Setjið í efnisflokkinn #RedCard á twitter.