Ný græn tækifæri geta falist í óróanum á fjármálamarkaði heimsins

0
491

Ný græn tækifæri geta falist í óróanum á fjármálamarkaði heimsins að sögn hæst setta embættismanns Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga. Yvo de Boer, forstjóri Rammásáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar segir að fjármálakerfi heimsins getur endurskipulagt sig til að efla “grænan” hagvöxt. 

 
Yvo de Boer stýrir UNFCCC, stofnun um loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.

“Ríkisstjórnir hafa nú tækifæri til þess að móta og hrinda í framkvæmd efnahagstefnu þar sem örvar samkeppni í að fjármagna hreinan iðnað,” segir Yvo de Boer forstjóri UNFCCC sem oft er kenndur við Kyotosáttmálann.
Búist er við að eftirspurn eftir orku aukist um 50% fram til 2030. Talið er að fjárfesta þurfi fyrir 22 milljónir milljóna Bandaríkjadala í orkuframkvæmdum, þar af helming í þróunarríkjum. De Boer leggur áherslu á að gríðarleg aukning losunar gróðurhúsa lofttegunda fylgi þessu, ef stórum hluta verður ekki varið til að fjárfesta í hreinum orkulindum.  
Fjöldi umhverfisráðherra ríkja heims kemur saman til fundar í næstu viku í fyrsta skipti frá því á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bali. Verkefnið er að undirbúa næstu hrinu viðræðnanna sem fram fer í borginni Poznan í Póllandi í byrjun desember. 
Poznan ráðstefnan er sérstaklega mikilvæg því þar verður lagt fram uppkast að arftaka Kyoto bókunarinnar til umræðu segir de Boer.