Ný skýrsla UNEP sýnir hvernig umhverfisvænar fjárfestingar geta komið hjólum efnahagslífsins af st

0
425

Nairobi, 16. febrúar 2009— Fjárfesta ber þriðjung þeirra 2.5 billjóna (milljón miljóna) dollara sem ríki heims hafa ákveðið að nýta til að efla efnahagslíf heimsins í grænum verkefnum.  

Þetta myndi í senn stuðla að því að rífa efnahagslíf heimsins upp úr kreppunni og ýta því áleiðis til grænnar tuttugustu og fyrstu aldar. Þetta er niðurstaða skýrslu sem UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna gaf út í dag.

Ef þessi upphæð eða 750 milljarðar dala myndi renna til grænna fjárfestinga, gæti uppskeran orðið umtalsverð, hefði margfeldisáhrif og myndi hugsanlega umbreyta efnahagslífinu varanlega. Upphæðin samsvarar einu prósenti af samanlagðri þjóðarframleiðslu ríkja heims.  

 Fundur svokallaðra G20 ríkja eða 20 stærstu hagkerfa heims í apríl, jafnt þróunar- sem þróaðra ríkja, er fyrsta tækifærið til að leggja grunninn að nýju alþjóðlegu grænu hagkerfi. 

Slíkt samkomulag gæti einnig skotið stoðum undir farsæla lausn á hinni mikilvægu loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í árslok. 

Þetta eru meðal niðurstaðna í skýrslunni “Global Green New Deal”, sem rituðu var í samráði við sérfræðinga frá meir en 25 stofnanir og systursamtök Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Höfundur skýrslunnar er Edward B Barbier, professor við háskólann í  Wyoming.

Barbier er leiðandi sérfræðingur á sviði efnahaslegrar sjálfbærni og höfundur tímamótaritsins Blueprint for a Green Economy ásamt professor  David Pearce.

Niðurstöðurnar ásamt niðurstöðum árbókar UNEP 2009 voru kynntar í dag (16. febrúar) á fundi meir en 100 umhverfisráðherra sem sitja stjórnarfund UNEP í Nariobi.

Achim Steiner, forstjóri UNEP segir: “Fyrir ári hefði verið óhugsandi að tala um að verja nærri þremur billjónum dala á næstu 24 mánuðum til að efla efnahagslífið.”
 

“Segja má að skýrslan "Global Green New Deal" sé eins konar mótefni gegn núverandi efnahagsvanda. Lausnirnar sem þar eru tíundaðar fela í sér tækifæri til að hraða þróuninni í átt til þjóðfélaga sem byggja á kolefnasnauðum tækninýjungum og bjóða upp á ný varanleg störf fyrir milljónir manna,” segir Steiner.
 

“Mörg stór hagkerfi á borð við Bandaríkin, Kína, Suður-Kóreu, Frakkland og Bretland hafa þegar eyrnamerkt , umhverfisvænum fjárfestingum, hluta af margra milljarða dollara framlögum til að efla efnahagslífið. Þessari skýrslu er ætlað að glæða opinbera umræðu og leggja þeim lið sem eru óvissir um með hvaða hætti hægt er breyta kreppu í tækifæri,” bætir hann við.