Nýr forseti Allsherjarþingsins hvetur til þess að einblínt verði á forgangsmál

0
438

18. september 2007 – Allsherjarþingið ætti að einbeita sér að loftslagsbreytingum, fjármögnun þróunar, Þúsaldarmarkmiðum, umbótum á stjórnun SÞ og baráttu gegn hryðjuverkum, sagði nýr forseti þingsins Srgjan Kerim, er hann setti sextugasta og annað þingið í dag.

 Kerim hvatti í ræðu sinni við setningu þingsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, til eflingar Allsherjarþingsins til að tryggja að það væri í stakk búið til að takast á við mest aðkallandi vandamál heimsins. 
“Það hefur aldrei verið brýnna að finna fjölþjóðlegar lausnir á hnattrænum áskorunum,” sagði Kerim. “Sameinuðu þjóðirnar eru hinn rétti fjölþjóðlegi vettvangur aðgerða. Þess vegna ættum við að einbeita okkur að því að blása nýju lífi í Allsherjarþingið.”
Þjóðarleiðtogar frá öllum heiminum ræða loftslagsbreytingar á Allsherjarþinginu næstkomandi mánudag. Kerim hvatti aðildarríkin til að taka höndum saman um hnattræn svör við fyrirbærinu og benti á að loftslagsbreytingar hefðu ekki aðeins skaðvænleg áhrif á umvherfið heldur líka á þróun. 
“Vísindin hafa talað; það er kominn tími til aðgerða,” sagði hann og bætti við að Rammasamningur SÞ um loftslagsmál (UN Framework Convention on Climate Change (UNFCCC)) ætti að vera kjölfesta alþjóðlegra aðgerða.