Nýtt app til að forðast húðkrabbamein

0
575
Sólbað á strönd
Útfjólubláir geilsar geta valdið húðkrabbameini. Mynd: © Unsplash/Ferran Feixas

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér nýtt snjallforrit eða app sem hjálpar fólki að meta hversu lengi er óhætt að vera í sólinni. Markmiðið er að berjast gegn húðkrabbameini.

Það er löngu vitað að útfjólubláir geislar (UV) eru ein helsta orsök húðkrabbameins. Appið sem fjórar stofnanir Sameinuðu þjóðanna standa að baki Sólar—snjallforritinu (SunSmart Global UV App). Appið auðveldar notandanum að meta hversu lengi óhætt sé að vera úti í sólarljósi hvar og hvenær sem er.

Fimm daga spá

Sólar-snjallforritið
Sólar-snjallforritið

Sólar-snjallforritið býður upp á fimm daga UV og veðurspá, hvar sem fólk er statt. „Það sýnir hvenær þörf er á sólarvörn með það fyrir augum að fólk geti varist húðkrabbameini og augnskaða af völdum útfjólublárra geisla,” segir  Carla Drysdale, talskona Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Appið byggir á UV-kvarða, þar sem 1 þýðir að útfjólubláir geislar séu skaðlausir en yfir 11 er hætta á ferðum.

120 þúsund létust árið 2020

„Talið er að 1.5 milljón manna greinist með húðkrabbamein á hverju ári,“ segir Drysdale talskona WHO. „Á sama tíma létust 120 þúsund manns í heiminum af völdum þessa sjúkdóms, sem koma má nokkuð auðveldlega í veg fyrir.“

Koma má í veg fyrir skaða og dauða af völdum UV eða útfjólublárra geisla með einföldum hætti. Takmarka má þann tíma sem hver og einn er utan dyra í hádegissól, forða sér í skugga á meðan geislar sólarinnar eru hvað sterkastir, að ógleymdum fötum til hlífðar, höfuðfötum og sólgleraugum að ekki sé minnst á sólarvörn.

„Snjallforritið er einstakt að því leyti að það sameinar sérfræðiþekkingu á sviði veðurfræði, umhverfismála og læknisfræði með það fyrir augum að fólk geti varast skaðlegt sólskin jafnt í vinnu sem tómstundum,“ segir Petteri Tallas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO).

Hætta í norðri

Clare Nullis talskona WMO bendir á að á þessum árstíma séu útfjólubláir geislar hættulegastir á norðurhveli jarðar.

„Ástæðan er staðsetning sólarinnar á himinum,“ segir hún og bætir við: „Það eru hins vegar aðrir þættir sem bera að taka með í reikninginn á jörðu niðri, svo og skýkjafar, ástand ósonlagsins og fleira. Allt þetta er tekið með í reikninginn í appinu.“

Sólar-snjallforritið The SunSmart Global UV, fæst ókeypis í verslun Apple (Apple App Store) og í verslun Google (Google Play store)  fyrir snjallsíma sem notast við Android stýrikerfi. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin  (WHO), Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO), Alþjóða veðurfræðistofnunin  (WMO) og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna   (UNEP) standa að appinu.

Nánari upplýsingar hér. 

Hér má nálgast appið: Apple App Store og Google Play store.