Öflugur stuðningur við sjálfbæra orku

0
653

Bolivians
22. júní 2012. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gær að meir en hundrað ný framlög hefðu borist frumkvæði Sameinuðu þjóðanna í þágu sjálfbærrar orku fyrir alla. Ban skýrði frá þessu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun, Rio+20 sem stendur yfir í Brasilíu.

Mynd: Bólivíubúar í þjóðbúningum eru á meðal fundarmanna á Rio+20. SÞ-mynd: Luiz Roberto Lima

 “Það er ekki aðeins hægt að stuðla að því að allir jarðarbúar njóti sjálfbærrar orku, heldur er það líka nauðsynlt og er rauði þráðurinn sem tengir þróun, félagslega samheldni og umhverfisvernd”, sagði Ban á Rio+20 ráðstefnunni.
Frumkvæðinu Sjálfbær orka fyrir alla var hleypt af stokkunum í september 2011. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og borgaralegt samfélög hefur tekið höndum saman í viðleitni til að auka aðgengi, skilvirkni og hreinleika orkukerfi heimsins. Ætlunin er að ná þremur markmiðum fyrir 2030: tryggja almennan aðgang að nútíma orkuþjónustu, tvöfalda skilvirkni orkunotkunar og tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í heildar orkunotkun heimsins.  
Talið að 1.3 miljarður manna eða fimmtungur jarðarbúa hafi ekki aðgang að rafmagni til að lýsa upp heimili sín eða við atvinnu. Tvöfalt fleiri eða um 40 af hundraði jarðarbúa nota við, kol, viðarkol eða tað til eldunar með tilheyrandi reyk sem veldur öndunarfærasjúkdómum og dauða
Microsoft hefur heitið að starfsemi fyrirtækisins verði kolefnasnauð og mun taka upp kolefnagjald innan fyrirtækisins sem mun lagt á starfsemi í yfir 100 löndum.
Ítalska fyrirtækið Eni hefur eyrnamerkt meir en 5 milljarða Bandaríkjadala til að draga úr gasbruna og kolefnanotkun fyrirtækisins og Renault-Nissan bandalag bílaframleiðanda ætlar að verja jafnhárri upphæð til að framleiða ódýra bíla án losunar koltvíserings.
Að lokum má geta þess að rokkhljómsveitin Linkin Park sem tók þátt í félagslega hluta Rio+20 hefur hafið herferð til að skora á veraldarleiðtoga sem sækja Rio+20 til að uppræta orkufátækt í heiminum