Öflugur stuðningur við sýrlenska flóttamenn

0
440

Syria Appeal

16.janúar 2014. Tíu milljörðum Bandaríkjadala var safnað á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kúveit í gær til að fjármagna mannúðarstarf vegna ástandsins í Sýrlandi.

Persaflóaríkin hétu 5.7 milljarða dala stuðning. Flóttamananstraumurinn eykst sífellt og nauðsynlegt er, ekki síst, að koma nágrannaríkjum til aðstoðar sem hýsa hundruð þúsunda flóttamanna frá Sýrlandi.
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í ræðu sinni stríðandi fylkingar að slíðra sverðin. “Ég biðla til ykkar um stuðning.“

Norðurlöndin áttu öll fulltrúa á ráðstefnunni í Kúveit. Gunilla Carlsson, þróunarráðherra Svía hét 23 milljón dollara (150 milljón sænskra króna) framlagi. “Við höfum síðan átökin hófust lagt fram 100 milljónir dollar og tekið á móti 25 þúsund sýrlenskum flóttamönnum frá í janúar 2012.” Finnski starfsbróðir hennar Pekka Haavisto sagði að Finnar ætluðu að reiða fram andvirði 9.5 milljóna Bandaríkjadala (7 milljóna Evra). “Við munum gera það sem við getum til að bjarga mannslífum í Sýrlandi og hjálpa flóttamönnum.”

Hátt í  tvær og hálf milljón sýrlenskra flóttamanna eru nú í nágrannalöndum Sýrlands og búa við erfiðar aðstæður.