Öll á móti Öryggisráðinu

0
434

GA

Október 2014. Þegar Norðurlandabúar hittast talarþeir oftar en ekki um það sem skilur þá að, frekar en það sem sameinar þá.

Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er hins vegar ríki tilhneiging til að líta á þá sem eina heild og víst er að margt eiga norrænu þjóðirnar sameiginlegt, sögulega og menningarlegar. En þegar á hólminn er komið til dæmis í almennu pólitísku umræðunum á Allsherjarþinginu, hversu sammála eru Norðurlöndin um heimsmálin? Áherslur Norðurlandanna voru óneitanlega svipaðar í umræðunum og á köflum var engan mun að sjá á ræðunum. Hins vegar má sömu sögu vissulega segja ef bornar eru saman ræður sumra NATO eða ESB ríkja. 

Fulltrúar fjögurra af ríkjunum fimm, hófu mál sitt á að ræða ástandið í Írak/Sýrlandi og Úkraínu.

Norðmenn skáru sig þó úr og ýttu úr vör með ummælum um Loftslagsbreytingar sem Finnar geymdu þangað til í síðustu setningu. Öll ríkin fimm fjölluðu um málefni á borð við Írak og Sýrland, Úkraínu, ebólu, loftslagsbreytingar, þróunarmál eftir 2015, valdeflingu kvenna og Mið-Austurlönd.

Og öll gagnrýndu þau aðgerðaleysi Öryggisráðsins í málefnum Sýrlands og Úkraínu, en lögðu þó mismunandi áherslur á ýmis umfjöllunarefni í ræðunum.
Danmörk lagði einna mesta áherslu á loftslagsbreytingar og fjallaði rækilega um ebólu, án þess þó að sniðganga átökin í heiminum í dag.
Finnland lagði þunga áherslu á alþjóðleg friðar- og öryggismál og þá ekki síst málefni Úkraínu að ógleymdum Írak og Sýrlandi, en einnig þróunarmál eftir 2915. Loftslagsmál voru nefnd einungis í upptalningu í síðustu setningunni og málefni kvenna nánast í framhjáhlaupi.

Íslenski ráðherrann beindi sjónum sínum að friðar- og öryggismálum og varði meiri tíma til að ræða deilu Ísraela og Palestínumanna en aðrir norrænir ræðumenn, en málefni kvenna og loftslagsbreytingar voru líka í brennidepli en skautað framhjá ebólu. Ísland var eina ríkið sem fjallaði sérstaklega um málefni hafsins.

Norski forsætisráðherrann kom víða við og varpaði kastlkjósi á loftslagsbreytingar og þróunarmál eftir 2015. Mannréttindamál voru einn hornsteina ræðunnar en auk þess voru málefni kvenna í brennidepli. Áhersla Noregs á átök í heiminum var hlutfallslega minni en hinna Norðurlandanna.
Svíþjóð ræddi einnig loftslagsmál og þróun eftir 2015 en einnig friðar- og öryggismál. Séráherslur Svía voru á fólksflutninga frá suðri til norðurs, flóttamannastefna auk rannsóknarinnar á morði Dags Hammarskjöld að ógleymdu framboði Svíþjóðar til Öryggisráðsins.

Lykil setningar:

GA Helle• Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur: “Sumir óttast að umskiptin yfir í græna hagkerfið komi niður á hagvexti. Slíkt er ekki óumflýjanlegt. Danska hagkerfið hefur vaxið um 40% frá 1990 á sama tíma og heildar losun efna sem valda gróðurhúsaáhrifum hafa minnkað um 20%.”

GA Finland• Sauli Niinistö, forseti Finnlands: “Alþjóðakerfi sem byggist á reglufestuer skilyrði fyrir því að friður og öryggi, mannréttindi og þróun þrífist. Ef við verjum ekki þetta kerfii, mun það ekki lengur reynast okkur vörn.”

GA Iceland• Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra: “Tilangslaust stríð var háð á milli Ísraels og Gasa með óásættanlegu mannfalli….Látum dauða þessa fólks ekki hafa verið til einskis og tryggjum að framtíð palestínskra barna sé önnur en sú að búa við erlent hernám.”
GA Erna• Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs: “Menntun stúlkna er “ofurhraðbraut” á leiðinni til upprætingar fátæktar.” ..”Ef ein skólastúlka getur staðið upp í hárinu á Talíbönum, hlýtur alheimurinn að geta sigrast á öfgastefnum og hryðjuverkum.”

  • GA SwedenMarten Grunditz, fastafulltrúi Svíþjóðar hjá SÞ: “Þegar ríki sem á fast sæti í Öryggisráðinu, þeirri stofnun sem falið er að sjá um friðar- og öryggismál, ræðst á fullvalda ríki án nokkurar ástæðu, verða ríki heims að svara kröftuglega; enginn veit hver verður næsta fórnarlamb.”