Öryggisráðið gefur ESB grænt ljós

0
480

 CAR Seccouncil

29. janúar 2014. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gefið grænt ljós á að Evrópusambandið sendi lið til að taka þátt í friðargæslu í Mið-Afríkulýðveldinu.

Jafnframt framlengdi ráðið umboð friðaruppbygginarskrifstofu á vegum samtakanna í landinu um eitt ár. Evrópusambandið samþykkti á fundi í síðustu viku að fimm hundruð hermenn á þess vegum færu til friðargæslu. Umboð Evrópusambandsins er til sex mánaða og er sveit þeirra gefið leyfi til að beita “öllum tiltækum ráðum” sem þýðir í raun heimild til valdbeitingar.

Öryggisráðið ákvað að frysta fé og banna ferðir ákveðinna manna sem taldir eru bera ábyrgð á vígum í landinu. Öryggisráðið gaf í síðasta mánuði sveit undir forystu Afríkuríkja og með þátttöku Frakka grænt jlós á að reyna að stilla til friðar. 

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur tilkynnt að fyrsta bílalest með birgðir hafa náð að brjóta sér leið til höfuðborgarinnar Bangui en birgðir voru á þrotum í borginni.