Össur: Öryggisráðið Þrándur í götu friðar

0
393
Ossur

Ossur

29. september 2012. Hálfs annars árs óhindraður ófriður í Sýrlandi er skýrt dæmi um nauðsyn uppstokkunar Öryggisráðsins. Þetta voru skilaboð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra á Allsherjarþinginu í dag. ““Sannleikurinn er sá að Öryggisráðið er orðið Þrándur í götu alþjóðlegrar viðleitni til að takast á við og leysa vandamál á borð við þau sem við er að glíma í Sýrlandi,” „sagði Össur í almennu umræðunum á 67. Allsherjarþinginu í New York í dag.
Meir en átján þúsund manns hafa látist og hundruð þúsunda hafa flúið heimli sína vegna átaka ríkisstjórnar og stjórnarandstæðinga.  
““Sýrlandsmálið sýnir hvílík tímaskekkja ráiðið er og í hve litlum takti það er við þarfir nútímans,”“ sagði ráðherrann. 

Utanríkisráðherra gagnrýndi einnig Ísrael harðlega fyrir að halda Gasasvæðinu í herkví. Össur fór hörðum orðum um framkomu Ísraela gagnvart Palestínu, og sagði mannréttindi brotin daglega á íbúum Vesturbakkans með aðskilnaðarmúrnum, sem þar sliti í sundur vegi, lönd og líf íbúanna. Össur snéri orðum Ronalds Reagan á sínum tíma um Berlínarmúrinn upp á múr Ísraela og sagði: „Herrra Netanjáhú, rífðu þennan múr!“

Hann biðlaði einnig til ísraelska forsætisráðherrans  að láta hjá líða að ráðast á Íran en skoraði jafnframt á Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans að leggja kjarnorkuvopnasmíð á hylluna.

Mynd: Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands í ræðustól í almennum umræðum 67. Allsherjarþingsins. SÞ/Devra Berkowitz

Sjá nánar hér  http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=43143&;Cr=general+debate&Cr1=#.UGlKDK60KSo og hér: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7309