Ofbeldi gegn blaðamönnum fordæmt

0
615
Lögregluofbeldi í Bandaríkjunum
Mótmælendur í Brooklyn halda á lofti skiltum með nöfnum blökkumanna sem látíð hafa lífið fyrir hendi lögreglu. Mynd: UN News/Shirin Yaseen

Mannréttindasérfræðingar krefjast þess að blaðamönnum verði gert kleift að sinna störfum sínum við að fjallla um mótmæli gegn kerfisbundinni kynþáttahyggju og ofbeldi lögreglu í Bandaríkjuunum.

Tveir sérfræðingar, David Kaye, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelsi og starfsbróðir hans hjá Samtökum Ameríkuríkja, Edison Lanza, gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu. Þar fordæmdu þeir ofbeldi gegn blaðamönnum í mótmælum í kjölfar dauða George Floyd óvopnaðs Bandaríkjamanns af afrískum uppruna í haldi lögreglu í Minneapolis.

„Okkur hafa borist fjöldi frásagna um að blaðamenn hafi sætt árásum, harðræði og varðhaldi við umfjöllun sína um mótmælin gegn kynferðisbundinni kynþáttahyggju og hrottaskap lögreglu í Bandaríkjunum,“ sögðu þeir í sameiginlegri yfirlýsingu.

„Löggæslu ber að tryggja öryggi blaðamanna sem fjalla um mótmæli og tryggja rétt almennings til að leita að og fá upplýsingar um þessa félagslegu virkni.“

Þýðingarmiklir eftirlitsaðilar í lýðræðisríkjum

Í yfirlýsingunni er áhersla lögð á „þýðingarmikið eftirlitshlutverk” fjölmiðla í lýðræðislegum samfélögum. Sérfræðingarnir minna bandarísk yfirvöld á að veita beri fréttamönnum „fyllstu vernd“ til þess að þeir geti sinnt störfum sínum.

„Þessi skylda felur í sér annars vegar að forðast að beita valdi eða hóta því að beita valdi og hins vegar að vernda blaðamenn gegn ofbeldi þriðju aðila,“ segir í yfirlýsingunni.

„Að beita blaðamenn, hvort heldur sem er banvænu eða óbanvænu valdi fyrir að sinna störfum sínum, er bannað í alþjóðlegum mannréttindalögum og gengur í berhögg við starfsreglur lögreglu. Það bera að draga þá til ábyrgðar og beita agavaladi gegn þeim sem brjóta slíkar reglur.“

Leiðtogar hafa hlutverki að gegna

„Yfirvöldum ber að fordæma árásir á blaðamenn og koma á framfæri hversu mikilvægir fjölmiðlar eru,” segir enn í yfirlýsingunni.

Mannréttindasérfræðingarnir hafa áður fjallað um það sem þeir kallað „áralangar árásir“ Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á fjölmiðla, sem þeir segja hafa skapað andrúmsloft andúðar og umburðarleysis.

Fyrir nærri tveimur árum lýstu þeir áhyggjum sínum fyrir því að forsetinn hefði útmálað fjölmiðla sem „óvini amerísku þjóðarinnar“, „óheiðarlega“, og boðbera „falsfrétta,“  svo fátt eitt sé nefnt.

„Við höfum þungar áhyggjur af hervæðingu lögreglu í Bandaríkjunum sem felur ekki aðeins í sér takmarkanir á frelsi til friðsamlegs fundahalds heldur takmarkan einnig rétt fjölmiðla til að fylgjast með mótælum,“ bættu sérfræðingarnir við.

Kaye er Bandaríkjamaður sem Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fól að fylgjast með vernd tjáningarfrelsis um allan heim í ágúst 2014. Hann er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna en er ekki starfsmaður þeirra og þiggur ekki laun frá samtökunum.

Lanza sem er frá Úrúgvæ hefur verið sérstakur erindreki fjölmiðlafrelsis á vegum millríkjanefndar Ameríkuríkja um mannréttindi (IACHR) frá október 2014.