Ofbeldi gegn konum aukist um allt að 83%

0
859
Ofbeldi gegn konum
Mynd: Sidney Sims- Unsplash

Fjöldi tilkynntra ofbeldisverka gegn konum og stúlkum jókst um allt að 83% í tólf ríkjum sem Sameinuðu þjóðirnar fylgdust sérstaklega með 2019 til 2020.

Fjöldi mál sem kærður var til lögreglu jókst um 64%. Fjöldi mála sem tilkynntur var til ýmiss konar stofnana jókst hins vegar um 83% að sögn António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Ofbeldi gegn konumÍ kjallaragrein sem hann skrifaði í tielfni af Jafnréttis-kynslóðar þingi (Generation Equality Forum) í París 30.júní til 2.júlí segir Guterres að það taki tíma að safna og meta tölfræði en línurnar séu skýrar.

„Á fyrstu mánuðum heimsfaraldursins spáðu Sameinuðu þjóðirnar að sóttkvíar og bönn og takmarkanir gætu leitt til mikillar aukningar kynbundins ofbeldis. Því var spáð að 15 milljón slík mál bættust við á hverjum þremur mánuðum,“ skrifaði aðalframkvæmdastjórinn. „Því miður er útlit fyrir að þessi spá hafi ræst.“

Kvenhatur þrifist í skjóli heimsfaraldurs

Jafnréttis kynslóðar þingið í París er ætlað að vera hreyfiafl í jafnréttismálum. Þar koma saman fulltrúar ríkisstjórna, fyrirtækja og aflvaka breytinga alls staðar að úr heiminum. Verkefni þerra er að skilgreina og tilkynna um metnaðarfullar fjárfestingar og stefnumörkun í jafnréttismálum.

Ofbeldi gegn konum
Mynd: Ben White – Unsplash

Guterres segir í grein sinni í tengslum við þignið að ofbeldisfullt kvenhatur hafi þrifist í skjóli heimsfaraldursins. Heimilisofbeldi, kynferðisleg misnotkun, mansal, barnabrúðkaup, misþyrming á kynfærum kvenna og net-árásir hafi færst í vöxt.

Á fyrstu mánuðum heimsfaraldursins fjölgaði hringingum í neyðarsíma um 60% í ríkjum Evrópusambandsins. Í Perú tvöfaldaðist fjöldi hringinga í neyðarsíma á árinu 2020 miðað við fyrra ár. Í Tælandi tvöfaldaðist fjöldi skjólstæðinga þeirra deilda sjúkrahúsa sem fást við heimilisofbeldi í apríl 2020 miðað við sama mánuð árið á undan.

Faraldur ofbeldis gegn konum

„Tölur af þessu tagi má finna um allan heim og eru olía á eld faraldurs ofbeldis ggn konum og stúlkum,“ skrifaði Guterres. „Fyrir heimsfaraldurinn áleit Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að þriðja hver kona upplifði ofbeldi af hálfu karlmanna á ævi sinni.“

Fyrir rúmu ári hvatti Guterres til friðar á heimilum í yfirlýsingu. Hvatti hann til friðar hvarvetna um leið og vopnahléi yrði lýst yfir í átökum til þess að mannkynið gæti sameinast í baráttunni við heimsfaraldurinn.

Ofbeldi gegn konumFleiri en 140 ríki lýstu stuðningi við þennan málstað. Gripið var til 800 aðgerða í 149 ríkjum. Í flestum þeirra var um að ræða að stofna athvörf, veita lagalega aðstoð og aðra þjónustu og bjóðaupp á stuðning.

„En oft og tíðum eru slíkar aðgerðir takmarkaðar og skammlífar. Það sem verra er, er að víða er afturför í lagasetningu og látið líðast að konur séu beittar ofbeldi. Þetta á einnig við um baráttufólk fyrir mannréttindum sem mótmæla þessari afturför,“ skrifar Guterres.

Hann bendur þó á árangur Kastlóss (Spotlight Initiative) sameiginlegs frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins til höfuðs ofveldi gegn konum og stúlkum. Hann sagði að það hefði skilað áþreifanlegum árangri í 25 ríkjum.