Ofbeldi gegn konum: Ban vill virkja atvinnulífið

0
436
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eggjar fyrirtæki til að beita sér meir í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum í heiminum. Ban lagði áherslu á að forystumenn í atvinnulífinu hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í ræðu sem hann flutti í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í tilefni Alþjóðadagsins helguðum upprætingu ofbeldis gegn konum, 25. nóvember.  

alt

Verðlaunablaðamaðurinn JuJu Chang, Michelle Bachelet, forstjóri UN Women og Ban Ki-moon, á blaðamannafundi í New York.  

 

 

 

 

“Í dag hvetjum við til aðgerða – aðgerða til að uppræta ofbeldi gegn konum,” sagði hann. “Sífellt fleiri gera sér grein fyrir að kynbundið ofbeldi er vandamál allra og að öllum ber skylda til að stöðva það.”

Þema alþjóðadagsins að þessu sinni er að efla forystuhlutverk atvinnulífsins í að binda enda á kynbundið ofbeldi.

Ein af hverjum þremur konum hefur verið barin, neydd til kynmaka eða beitt öðru slíku harðræði á æfinni, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, forstjóri UN Women sagði við sama tækifæri í höfuðsstöðvum Sameinuðu þjóðanna að konur og stúlkur ættu á hættu alla æfi að vera beittar ofbeldi og gerendur væru oftast í hópi þeirra nánustu.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hleypti af stokkunum UNiTE herferðinni (UNiTE to End Violence against Women) árið 2008 til að leggja baráttunni persónulega lið.

“UNiTE- herferðin setur þetta málefni efst í forgangsröð verkefna Sameinuðu þjóðanna,” sagði hún á blaðamannafundi. “Framkvæmdastjórinn hefur lýst yfir að baráttan fyrir að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum sé eitt af helstu forgangsatriðum hans og sama gildir um UN Women.”

“Þetta verk verður ekki unnið án nægra fjármuna. Af þeim sökum hefur framkvæmdastjórinn einsett sér að afla UNiTE herferðinni hundrað milljóna Bandaríkjadala á ári fram til 2015 til að fjármagna sérstakan sjóð helgaðan baráttunni,” sagði hún. “Alþjóða samfélagið og fyrirtækin geta sýnt vilja sinn í verki með því að láta fé af hendi rakna þannig að sjóðurinn geti reitt sig á örugga fjármögnun.”

(Sjá nánar: http://www.un.org/en/women/endviolence/about.shtml)