Ögurstund heimsmarkmiða

0
766

Runnin er upp ögurstund í heiminum. Stendur glöggt hvort hægt verður að uppfylla Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Þetta kom fram í máli Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á opinberum fjarfundi henar með Heidi Hautala varaforseta Evrópuþingsins í gær.

Fjölþjóðlegs átaks er þörf til að bregðast við heimsfaraldrinum og til að ná Heimsmarkmiðunum. Mohammed næstráðandi António Guterres aðalframkvæmdastjóra lagði áherslu á mikilvægis samstars Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna í þessum þýðingarmiklu málaflokkum

„Það er runnin upp ögurstund fyrir hnattrænar aðgerðir til að ná þeim markmiðum sem ákveðin voru í Áætlun 2030,“ sagði Amina Mohammed og vísaði þá til opinbers heitis Heimsmarkmiðanna.

„Sameinuðu þjóðirnar eru óðfúsar að efla samstarf sitt við Evrópusambandið til að Heimsmarkmiðin skili tilætluðum árangri. Þetta samstarf er brýnna en nokkru sinni fyrr.“

Aðgerða-áratugur

 Samtal Mohamme og Hautala snérist um „Aðgerða-áratug” en það er metnaðarfullt alheims-átak til í þágu Áætlunar 2030 og Heimsmarkmiðanna. Á meðal þeirra eru að uppræta fátækt og tryggja sjálfbæra þróun um allan heim.

Tíu ár eru til stefnu og verulega langt er í land á ýmsum sviðum. Heimurinn er því víðsfjarri að uppfylla Heimsmarkmiðin um loftslag og umhverfi, félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð og mannréttindi.

„Árangri hefur verið náð á sumum sviðum. Heilsa mæðra og barna hefur batnað, aðgangur að rafmagni aukist og hlutur kvenna í ríkisstjórnum hefur aukist. En það skyggir á þennan árangur að á öðrum sviðum hefur okkur farið aftur. Fæðu-óöryggi fer vaxandi, umhverfisspjöll hafa aukist og ójöfnuður er þrálátur og djúpstæður,“ sagði Hautala.

COVID-19 faraldurinn hefur síðan enn grafið undan árangri.

„Heimsfaraldurinn hefur kostað meir en 2.5milljónir manna lífið og valdið fordæmalausri félagslegri og efnahagslegri kreppu. Hann gæti grafið undan árangri undanfarinna áratuga,“ sagði Mohmmed, en hún stýrir teymi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Faraldurinn hefur varpað ljósi á og aukið fyrirliggjandi ójöfnuð í Evrópu og um allan heim. Hann hefur líka beint kastljósinu að því miklu máli Heimsmarkmiði skipta og hve brýnt erindi þau eiga við okkur.“

Djörf stefnumótun

 Áætlanir um endurreisn að COVID-19 faraldri loknum eru tækifæri til að fjárfesta í heimsmarkmiðunum. Þar á meðal eru þau sem snúast um að vernda fólk og plánetuna fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, hlúa að fjölbreytni lífríkisins og ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050.

„Við teljum að sameiginlegt átak í þágu betri framtíðar krefjist djarfra stefnumótunar-ákvarðana. Heimsmarkmiðin, jafnrétti kynjanna og markmið Parísar-samningsins um loftslagsmál ber að vera miðlæg í andsvörum við heimsfaraldrinum og endurreisn,“ sagði Mohammed.

Hún fagnaði einng nýlegum ákvörðunum Evrópusambandsins svo sem Græna samkomulagi ESB sem skuldbindur það til að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050.

„Evrópusambandið hefur hvatt til metnaðarfullra markmiða og skuldbindinga í loftslagsmálum í aðdraganda COP26. Jafnframt metnaðarfulltra aðgerða til að vernda fjölbreytni lífríkisins eftir 2020…Við erum fús til samvinnu til að ná þessum markmiðum,“ sagði hún.

Tækifæri

Mörg tækifæri verða á þessu ári 2021 fyrir ESB og SÞ til að vinna saman. Þar á meðal má nefna COP26 Loftslagsráðstefnuna, leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um matvæli og ráðstefnu jafnréttiskynslóðina.

„Við getum nýtt þessa kreppu til þess að umbreyta heiminum í þágu núverandi og komandi kynslóða, en við verðum að grípa tækifærið nú þegar. Við skulum vinna saman, endurræsa aðgerða-áratuginn og vonandi byggja upp betri og öðruvísi heim í allra þágu,“ sagði hún að lokum.