Orkuskipti á heimskautsbaug

0
761
Grímsey orkuskipti
Mynd: Kristófer Knudsen

Grímsey er útvörður Íslands í norðri og situr snyrtilega á heimskautsbaugnum sjálfum. Hún er nú helsta tilkall Íslands til að teljast hluti heimskautsins eða Norðurslóða eins og það heitir núorðið.

Vissulega er Grímsey afskekkt, meira að segja á íslenskan mælikvarða. Íbúarnir eru aðeins 76 talsins en þeir eru nú í óðaönn að undirbúa orkuskipti og leggja sín lóð á vogarskálarnar í þágu náttúruverndar og sjálfbærni.

Tímamót

Grímsey orkuskipti
Mynd: Kristófer Knudsen

Grímsey hefur verið hluti af Akureyrarbæ í rúman áratug. Yfirvöld þar hafa tekið tímamótaákvörðun í samráði við Grímseyinga. Stefnt er að því á næstu árum að snúa baki við við jarðefnaeldsneyti og innleiða endurnýjanlega orkugjafa. Fyrstu skrefin verða stigin í ár.

„Það er bæði afar kostnaðarsamt og mengandi að nota jarðefnaeldsneyti og í rauninni úr öllum takti við óspillta náttúru, fjölskrúðugt fuglalíf og kraftmikið mannlíf sem þrifist hefur í Grímsey,” segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.

Íslendingar eru flestir svo heppnir að geta treyst á raforku frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðhita sem síðan hitar upp flest hús. Málið er flóknara í Grímsey.

Vindmyllur

„Við höfum eytt talsverðu fé í að bora eftir heitu vatni,“ segir Jóhannes Henningsson oddviti íbúaráðs Grímseyinga.„Við höfum að vísu fundið heitt vatn, en það var ekki nýtanlegt þannig að við höfum orðið að leita annara lausna.“

Hvert heimli fyrir sig hefur orðið að treysta á díselknúna rafstöð til að verða sér úti um rafmagn og hita. Árleg díselnotkun er 400 þúsund lítrar og losun gróðurhúsalofttegunda um 1000 tonn.

Í fyrstu verða tvær vindmyllur keyptar sem áætlað er að geti framleitt 30 þúsund kílóvött á ári. Að auki verður sólarorka beisluð og er áætlað að hún skili 10 þúsund kílóvöttum árlega. Þessu til viðbótar verður hverju heimili útvegaðari sólarorknemar til einkanota. Vonast er til að þetta muni draga úr díselnotkun um 20 þúsund lítra á ári.

Of vindasamt?

Grímsey orkuskipti
Mynd: Kristófer Knudsen

Ein stærsta áskorun vindorku í Greímsey er ofgnótt….vindar.

„Það er vindasamt hér,“ segir Jóhannes Henningsson. „Vindmyllur voru reyndar í byrjun níunda áratugarins. Stundum var vindurinn svo mikið að þær urðu óstarfhæfar. Hins vegar hafa orðið miklar tækniframfarir síðan þetta var.“

Ísland hefur sett sér að hætta notkun jarðefnaeldsneytis fyrir 2030.  Ísland verður í forgrunni í hóps á vegum Sameinuðu þjóðanna sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2021 ár „Aðgerða í orkunotkun” í aðdraganda COP26 og Leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna um orkumál í september í ár.

Miðnætursól – myrkur um miðjan dag.

Seint verður of mikil sól til að beisla sólarorku. Grímsey nýtur miðnætursólar þar sem hún situr á heimskautsbaugnum. Á hinn bóginn er sólskin sjaldséður hvítur hrafn um jólaleytið. „Hér verður býsna dimmt,“ segir Jóhannes. Talsvert þarf til, til að lýsa upp heimskautanóttina. LED ljósaperum hefur verið komið fyrir á ljósastaurum og á heimilum, auk þess sem einangrun hefur verið bætt til að spara hita og orku.

Skák á löngum vetrarnóttum

Grímsey orskuskipt
Mynd: Gyða Henningsdóttir

Kannski má þakka það þökk löngum vetrarnóttum að eyjarskeggjar náðu góðum árangri í skák. Willard Fiske var vel stæður prófessor í norður-evrópskum tungumálum og safnvörður við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Hann var virkur í skákheiminum í heimalandi sínu og mikill áhugamaður um Ísland og íslenskar bókmenntir. Hann frétti af skákáhuga Grímseyinga og gaf hverju heimili á eynni taflborð og menn. Jafnframt færði hann eyjarbúum háa fjárhæð sem lögð var í sjóð til styrktar íbúunum.

„Við erum ekki jafngóð og við vorum,“ segir Jóhannes. „En það er samt töluvert teflt hér.“

Myrkur verður enn um miðjan dag og vetrarnæturnar löngur eru ekki á forum. Hins vegar verða taflborðin lýst upp af endurnýjanlegri orku í vaxandi mæli í Grímsey á næstu árum.