Öryggisráðið: Noregur með loftslagið í öndvegi

0
643
Noregur í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Guterres og Erna Solberg. Noregur í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

 Noregur hefur lýst yfir að nái landið kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni loftslagsbreytingar verða settar í forgang. Noregur er í framboði til Öryggisráðsins kjörtímabilið 2021-2022.

Loftslagsbreytingar eru í sívaxandi mæli taldar ógn við öryggi í heiminum.

Ef Noregur nær kjöri í kosningum á Allsherjarþinginu í júní á næsta ári, 2020, verður það í fyrsta skipti sem það sest í ráðið í tuttugu ár. Noregur etur kappi við Kanada og Írland innan hóps Vestur-Evrópu og annara. Tvö þeirra ná kjöri.

„Sem meðlimur í Öryggisráðinu vill Noregur leggja áherslu á tengslin á milli sjálfbærrar þróunar og öryggismála. Við viljum sjá til þess að þær áskoranir í öryggismálum sem rekja má til loftslagsbreytinga verði á dagskrá Öryggisráðsins. Svíar gerðu þetta nýlega í ráðinu og Þýskaland hefur haldið því áfram,” segir Jens Frølich Holte pólitískur ráðuneytisstjóri norska utanríkisráðuneytisins í viðtali við Norræna fréttabréf UNRIC.

100 milljónir

Þegar Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun á að vera náð 2030 er því spáð að 100 milljónir manna festist í gildru fátæktar vegna loftslagsbreytinga. En loftslagsbreytingar hafa líka komið mishart niður á heiminum. Rannsókn á vegum Stanford Háskóla bendir til að síðastliðna hálfa öld hafi köld ríki á borð við Danmörku og Svíþjóð heldur hagnast á loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi dregið úr hagvexti í heitari lönduym á borð við Indland og Nígeríu.

„Við viljum meðal annars einbeita okkur meira að þvi að aðstoða ríki sem verða fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Auka þarf viðnámsþol þeirra og aðlögun,” segir Frølich Holte. Hann bætir því við að Noregur muni leggja sig í framkróka við að bæta skilning á tengslum loftslagsbreytinga og öryggismála. Trryggja beri að loftslagsbreytingar séu teknar með í reikninginn í auknum mæli í umræðum um þóunarmál og öryggi.

En þar sem loftslagsbreytingar eru hnattrænar, verða aðgerðir að vera í formi milliríkjasamvinna segir Frølich Holte. Aðild að Öryggisráðinu er tækifæri fyrir smáríki á borð við Noregi til að hafa meiri áhrif á stórar hnattrænar ákvarðanir og axla ábyrgð.

Loftslags-átök

Bent var á í umræðum sem Svíar beittu sér fyrir í Öryggisráðinu um loftslagið og öryggismál, að loftslagsbreytingar hefðu ýtt undir átök á Sahelsvæðinu og í kringum Tsjad-vatn. Álagið á náttúruauðæfi og umhverfið hefur áhrif á daglegt líf í mörgum hlutum Afríku.

„Loftslagsbreytingar eru sjaldan í sjálfu sér bein orsök átak, en það er vaxandi samstaða um að þær auki áhættu og grafi undan stöðugleika. Lönd sem standa höllustum fæti verða of harðast fyrir barðinu á þeim,“ segir Frølich Holte.

Svæðið sem kenn ter við Sahel og Tsjad vatn í vesturhluta Afríku finnur rækilega fyrir loftslagsbreytingum. Þar er hlutfallslega flest fólk sem á um sárt að binda vegna hlýnunar jarðar. Sameinuðu þjóðirnar telja að um það bil 80% af ræktuðu landi á Sahel-svæðinu hafi orðið fyrir skakkaföllum. Um það bil 50 milljónir manna á þessum slóðum lifir á búfjárrækt, en beitarland minnkar stöðugt. Alvarlegar loftslagsbreytingar eru kveikja að ofbeldisverkum og átökum. Ekki bætir úr skák að uppreisnarmenn tálma ferðir fólks. Þegar hirðingjar koma of snemma með hjarðir sínar eða eru of lengi, er ofbeldi skammt undan.

„Loftlasgbreytingar eru olía á eld fyrirliggjandi spennu. Grafið er undan stöðugleika og pólitískir öfgamenn sjá sér leik á borði. Sahel-svæði er heimshluti þar sem þetta samhengi er augljóst,“ segir Frølich Holte og minnir á að Noregur leggi nú þegar sín lóð á vogarskálar í þróun og öryggismálum á Sahels-svæðinu. Það er gert með þátttöku í sveitum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí og með fjárhagsaðstoð á sviði loftslagssmála.

 Norræn samvinna

Óformlegt samstarf er á milli Norðurlandana um framboð til Öryggisráðsins.  Niels Nagelhus Schia fræðimaður við NUPI, Norsku alþjóðamálastofnunina, segir að Norðurlöndin fimm etji ekki kappiu hvort gegn öðru og vinni saman að því að láta norræna rödd heyrast í ráðinu.

„Norðmenn hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem plast í hafinu og loftslagsbreytingar hafa á öryggismál. Það mun auka áhrif landins að taka þessi mál upp í Öryggisráðinu. Öryggisráðið er eins konar útstilingargluggi alheimsstjórnmála og í tvö ár hefur maður tækifæri til að beina kastljósinu að þeim alþjóðamálum sem maður tleur brýn,“ segir Schia.

En á meðan milliríkjasamstarf á undir högg að sækja er mikilvægt fyrir Öryggisráðið að fast við þau máli sem máli þykja skipta hverju sinni, annars dvína áhrif þess. Norðurlöndum er stundum talið til tekna að búa yfir nýsköpun í alþjóðamálum og áhersla Noregs á loftslagsmál og önnur framfaramál, kann að hjálpa Öryggisráðinu við að eiga áframhaldandi erindi og “vera í takt við tímann.”

„Það er mikilvægt að Öryggisráðinu auðnist að takast á við slík mál auk hefðbundnari málaflokka á vorð við friðargæslu og lausn deilumála. Loftslagsbreytingar eru að þessu leuyti mjög mikilvæg því þau munu hafa mikla þýðingu fyrir þróun öryggismála á næstu áurm,“segir Schia.

 Óformlegt samkomulag

 
Anne Cath da Silva framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna í Noregi segir að það verði spennandi að sjá hvort Noregur nái kjöri.

„Það er mjög brýnt að bæði Noregur og alþjóðasamfélagið beini kastljósinu í ríkari mæli að þeim sem flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga. Það verður áhugavert að fylgjast með þvi þetta er núy nálgun á vettvangi Öryggisráðsins,” segir da Silva.

Þótt aðeins fimm ríki Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland hafi fast sæti og neitunarvald í ráðinu telur da Silva að möguleikar felist í því að vinna óformlega með öðrum ríkjum sem sæti eiga í ráðinu hverju sinni.

„Það er hægt að efna til samstarfs þvert á fylkingar innan ráðsins. Svíar sýndu fram á að það er hægt að fylkja liði um breytingar og góðar lausnir innan Öryggisáðsins,“ segir hún.

Myndir: Erna Solberg forsætisráðherra Noregs hitti António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna 22.september 2019.

Ine Eriksen Søreide ásamt Guterrers. Frølich Holte